Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 47

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 47
Nei, það var alveg óhugsandi að hann gæti gert það. Nú var komið kvöld. Og á meðan sólin var að ganga til viðar, bak við fjöllin, kallaði hann á sauðina sína og hélt heimleiðis. Þegar hann var kominn nálægt þorpinu, þar sem hann átti heima, sá hann allt í einu hóp af hermönnum koma á móti sér. Þeir báru allir byssustingi. Að reyna að flýja var óhugsandi, svo að hann hélt áfram ferð sinni. „Komdu hingað uppreinsarmaður!“ kallaði for- inginn reiðilega. „Loksins höfum við náð í þig! Það ert þú sem ekki villt hlýða skipun yfirvald- anna. Nú liefur þú tækifæri til þess að útskýra fyrir okkur, hvað þetta á að þýða.“ Því næst bundu þeir hendur hans og fætur og drógu hann með sér niður fjallshlíðina í áttina til embættismanns- ins. Þar í nánd var fangelsi, byggt úr bambus- reyri. Þar var hann lokaður inni til næsta dags, er yfirheyrzlan átti að fara fram. Þar inni hafði mörgum öðrum föngum verið þröngvað saman á moldargólfinu. Sterkan óþef lagði að vitum hans. Þar að auki var svo kalt inni, að Chi skalf af kulda alla nóttina. Næsta morgun 'var hann sótt- ur og færður fram fyrir yfirvöldin. „Svo það ert þú, sem ekki vilt vinna við muster- ið, letinginn þinn! Skilur þú hvað það þýðir að óhlýðnast skipun minni?“ spurði embættismaður- inn. „Ég hefði getað hengt þig fyrir þetta.“ „Ég elska Jesúm Krist, herra, og fylgi honum. Það er aðeins einn sannur Guð til, og honum vil ég þjóna. Þess vegna dýrka ég ekki framar skurð- goðin, eða trúi á þau.“ „Færið hann út héðan,“ hrópaði 'embættis- maðurinn, „og berjið hann með svipu þangað til hann fellur meðvitundarlaus til jarðar.“ Síðustu orð embættismannsins sem Chí heyrði, er hann var leiddur út voru þessi: „Æ, þessir kristnu hundar! Mikið langar mig til að útrýma þeim öllum.“ Chí vissi hvað beið hans, svo að hann andvarp- aði til Drottins um hjálp og styrk til þess að bera þjáningarnar. Því næst voru fötin slitin af baki hans og hann var bundinn yfir lágan stól. Því næst var farið að beria hann með leðursvipunni miskunnarlaust á bakið. En þegar hann gat ekki staðizt þessar kvalir lengur, féll hann i öngvit. Það var oröið dimmt er hann kom til sjálfs sín aftur í fangelsinu. Honum leiö voðalega illa og hann gat ekki hreyft sig fyrir sársauka í bakinu. Og að sofa var útilokað. Hann hafði Biblíuna sína í buxnavasanum, en hann gat ekki náð í hana, vegna þess að hendur hans voru bundnar. En þá fór hann að lesa biblíuvers utanbókar, sem hann mundi, og fór síöan að syngja lágt fyrir sjálfan sig. Þegar birta fór af degi fóru hinir fangarnir að stara á þennan undarlega nýja félaga, sem var kominn inn til þeirra. En þótt sjúkur væri, byrjaSi hann strax að tala við þá um þessa undursam- legu bók, og sagði þeim, aS þaS hefði enga þýð- ingu að trúa á skurðgoðin, því að þau gætu ekki hjájpað neinum. Það var aðeins Guð á himnum, sem gat frelsað sálir þeirra frá syndinni. Allir fangarnir hlógu langa stund eftir að hann var bú- inn aS segja þeim þetta. Því næst fóru þeir að blóta og gera gys að honum. En hann lét það ekki á sig fá, heldur hélt áfram að vitna um Drottin fyrir þeim. Daginn eftir sá liann stóran og sterkan mann vera færðan inn til þeirra, Lu að nafni. Hann blót- aði og ragnaði og öskraði eins og villidýr, er her- mennirnir voru að binda hann á höndum og fót- um. Þegar Chi fór að syngja og tala við hann um kærleika Guðs, leit hann illilega í áttina til hans og svaraði reiðilega: „Hættu þessu tali um Guð þinn! Ég trúi ekki á hann! Ég skil ekki hvers vegna ég þurfti að fæðast inn í þennan heim, og lifa svona vesælu lífi. Fjölskylda mín var án matar og þá stal ég einni kind til þess að halda lífi í fjöl- skyldu minni. Og nú ætla yfirvöldin aS hengja mig vegna bess,“ hrópaði hann vfirkominn af ang- ist og hræðslu. En Chí hélt blíðlega áfram að tala við hann um kærleika Guðs.. „Hann sendi son sinn til þess að deyja fyrir okkur,“ sagði Chi. „Hann var sleginn og barinn með svinum þó að hann hefði ekkert illt aöhafzt. I sex klukkustundir hékk hann á krossinum, áður en hann dó. Þetta leið hann allt þess þess að þú mættir lifa.“ „Hvernig getur dauður Guð hjálpaö mér?“ nöldraði maðurinn. „Hann er ekki dauöur núna. Hann reis unp frá dauðum, og nú lifir hann í himninum til bess að biðía fvrir okkur. Þetta stendur allt skrifað í þessari bók.“ Allt í einu settist maðurinn upp. „Mig minnir 47

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.