Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 50

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 50
Þrjár mínútur með Lewi Pethrus Jesús er hinn mikli huggari. Hver getur huggaS sem hann? Það voru áreiðanlega margir í Nain, sem reyndu að hugga ekkjuna, það er ég viss um. Ef til vill höfðu þeir sagt við hana: — Ó, við finnum til með þér í sorginni! En hugsaðu þér hve indælan son þú áttir, og hve dá- samlegar minningar þú átt eftir hann. Þegar ástvinir okkar hverfa frá okkur er það mjög huggunarríkt að eiga fagrar minningar um þá. Það sem bar við utan við borgarhliðið í Nain er óviðjafnanlega fögur mynd upp á það, hvernig Jesús huggar og mun hugga sitt fólk. Þegar syndugur maður í neyð sinni kemur til hans, huggar Drottinn hann með því að burttaka orsök sorgarinnar: Syndina. Það eru til menn, sem vilja taka á móti nokkru af huggun náðar- innar yfir syndir sínar — en þannig huggar Jesús ekki. Hann tekur burtu sjálfa orsökina að allri synd og sorg. Og svo fyllir hann hjartað af Guðs friði. Það stendur í Biblíunni, að dag einn muni hann þurrka hvert tár af augum hinna trúuðu. Hvernig ber það við? Þannig, að hann tekur burtu alla orsök sorgar- innar. Á þann veg þurrkar hann hvert tár af aug- um okkar. Inn í himininn kemur engin synd og engin freisting. Þess vegna verður þar ævarandi og eilíf gleði. Vissulega fáum við að innlifa mikinn fögnuð hér á jörðu, sem stafar af því, að Jesús tekur upp sorgina með rótum. Dýrð sé hans heilaga nafn! Við þekkjum þessa gleði, einnig í sambandi við það, er dauðinn tekur ástvini úr faðmi okkar Við vitum það með allri vissu að þeir ganga inn til eilífs fagnaðar og þar eru þeir. Við vitum að þar varðveitast þeir í öruggleika og hvíld. Með dauða sínum og upprisu hefur Jesús sigrað vald dauðans. Þess vegna segir Biblían að við munum á ný mæta ástvinum okkar til þess að fá að vera með þeim um alla eilífð. Jesús huggar eins og enginn annar. Ég þekki biblíuorð, sem — þegar Guð gerir það lifandi fyrir hjörtum okkar — brýtur oddinn af öllum sorgum og vonbrigðum hins jarðneska lífs- Þetta biblíuorð hlióðar svo: „En vér vitnm, að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs.“ — (Róm. 8, 28). SparisjóSurinn PUNEÍIÐ býður þér upp á gó3 og örugg viðsldpti. Sparisjóðurinn PUNDIÐ, er eini sparisjóðurinn í landinu, sem gefur vissan hundraðshluta af ágóða sínum til kristniboðsmála. Sparisjóðurinn PUNDIÐ var upphaflega stofnaður með þetta markimð fyrir augum, og nú hefur sjóðurinn náð því markmiði. Sparisjóðurinn PUNDIÐ býður þér að ávaxta peninga þína fyllilega við sambœrileg kjör og aðrar lánsstofnanir, en meðan þú ávaxtar þína eigin innstœðu við fyllsta öryggi, styrkir sparisjóðurinn fyrmefnt málefni. 50

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.