Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 46

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 46
meö Dagurinn „Yfirvöldin skipa þér að koma til fjallamusteris- ins undir eins. Þau hafa leigt 20 menn til þess að gera við musterið og mála skurðgoðin. Þér er, í nafni laganna, skipað að taka þátt í því.“ Sá, sem sagði þessi orð, var Kínverji, klæddur hermannabúningi. Hann stóð frammi fyrir hug- djörfum, ungum manni, Chí að nafni, sem var að gæta sauða, og var með örvabogann sinn á herð- um sér. „Ég get ómögulega gert það,“ svaraði hinn ákveðið. „Ég trúi ekki framar á þessi skurðgoð, og það er algerlega á móti sannfæringu minni að vinna nokkurt verk, sem er í sambandi við þetta starf myrkrahöfðingjans.“ Hermaðurinn stappaði niður fætinum og andlit hans roðnaði af reiði. „Þú verður að hlýða, þegar þér er skipað að gera eitthvað,“ sagði hann. „En það er einmitt ein- kenni þessa fjallafólks, að það vill það ekki. Ef að þið gerðuð það, mundu yfirvöldin gefa ykkur meira land til umráða, og þið munduð fá lægri skatta.“ „Við höfum nóg land,“ svaraði Chí, „og hvað sköttunum viðkemur þá mun Guð hjálpa okkur að borga þá.“ „Ef þú kemur ekki, verða guðirnir reiðir og þeir munu ábyggilega hefna sín á þér og fjölskyldu þinni.“ Við vitum ekki, hvort okkur hlotnast heilt starfs- ár. Faðirinn einn þekkir stund endurkomu frelsar- ans. Þetta ár gæti orðið okkar síðasta starfsár. Þegar á fyrstu dögum þess skulum við því ganga í alvöru fram fyrir auglit Guðs og síðan út til fjöldans, og þá mun árið 1968 verða vakningarár. Guð gefi að svo verði. Ó. S. þýddi úr Korsets Seier. „Skurðgoðin hafa ekkert vald yfir mönnum,“ svaraði Chí. „Það er aðeins einn sannur og lifandi Guð til, og hann vill ekki að við tilbiðjum stokka og steina.“ „Þú ert svo heimskur, að það þýðir ekkert að tala við þig,“ svaraði hermaðurinn, „en ég skal kæra þig fyrir yfirvöldunum, og þá færð þú að sjá, hvernig fer fyrir þér.“ Með þessum orðum snéri hann við og fór leiðar sinnar. Chí andvarpaði þungan um leið og hann settist niður undir tré einu, þar sem hann sá sem bezt til sauðanna. Hann mundi svo vel eftir þeim degi, er hann í fyrsta sinn hafði heyrt talað um Guð og hina undursamlegu bók, Biblíuna. Hann sagði alitaf, að það hefði verið dagurinn með góðu frétt- unum. Þá hafði hann verið sérstaklega niðurdreg- inn. Allt virtist vera á móti honum og hjarta hans var fullt af sorg. Uppskeran hafði brugðizt og hin unga kona hans hafði dáið er hún eignaðist fyrsta barn þeirra. Þá hafði einhver talað um einhverja undursamlega bók, sem gat hjálpað þeim, sem trúði því sem skrifað var í henni. Hann hafði undir eins farið að leita að manninum sem átti þessa bók og fundið hann að lokum. Þessi maður, sem var kristniboði, hafði þá frætt liann um hinn sanna Guð og kærleika hans. Með miklum áhuga hafði hann opnað hjarta sitt fyrir þessum góðu frétt- um. Því næst hafði hann lært að lesa þessa bók og svo hafði hann snúið aftur til síns fólks og byrjað að kenna því um veginn til Guðs. Dag einn hafði hann verið sjónarvottur að því, er þetta fólk hafði brennt skurðgoðin sín og rifið niður altari þeirra. Nú var kirkjan þar heima í þorp- inu, og hann var sjálfur forstöðumaður þar. Og nú var honum allt í einu skipað að hjálpa til að gera við hjáguðamusterið og að mála skurðgoðin. 46

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.