Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 6
UNO AXELSSON, kristniboði: Maðurinn með naglreknu skóna Eins og svo margir aðrir í Indlandi, hafði hann farið í pílagrímsferð. Ef til vill var það ævintýra- þrá, sem knúði hann, eða dulin þrá eftir friði. Meðan á ferðinni stóð, hrærði Guðs Andi við hjarta hans. Á hvern hátt það skeði, veit ég ekki, en eftir það var leit hans alvara. Bæði í hjáguða- musterum og einnig meðal presta þeirra, spurði hann með ákefð um veginn til hjálpræðis. En enginn þekkti hann. Einn sagði þetta og annar hitt. Maðurinn varð bæði úrræðalaus og örviln- aður. I einu musterinu dvaldi hann vikutíma og spurði, en ekki vissi hjáguðapresturinn hvar hjálp- ræði væri að finna né í liverju það væri fólgið. Sjálfur hafði hann aldrei fundið sannleikann. ÞeSsar erfiðu spurningar og sálarangist mannsins gerðu sjálfan prestinn óvissan og órólegan. Að lokum var þetta orðið taugastríð, svo að liann vildi losna við manninn. Hvers vegna nægðu hon- um ekki hjáguðaskrúðgöngur og vatnsböðin í musteriskerinu, sem allir aðrir létu sér nægja. En ef hann nú raunverulega vildi gera alvöru úr leit sinni, þá skyldi hann fá að komast að raun um það. Dag nokkurn, þegar maðurinn impraði aftur á sálaráhyggjum sínum, svarar presturinn: „Fyrir jafn mikinn syndara og þú ert er aðeins á einn veg hægt að ávinna hjálpræðið.“ „Hvernig? Ó, segðu mér það,“ hað maðurinn í geðshræringu. „Það mun kosta þig miklar þrautir og þjáningar.“ „Ég hlýt að þola þær, aðeins geti ég fundið frið.“ „Farðu niður á sölutorgið,“ hélt hjáguðaprest- urinn áfram, „kauptu þér litla fjöl og naglapakka. Búðu svo til ilskó úr fjölinni og negldu naglana neðanfrá í fjölina. Bittu svo þessa naglreknu ilskó á þig og gakktu síðan alla leið til Benares. Á þeirri stund, er augu þín fyrst líta hinn „heilaga“ stað. mun hjarta þitt öðlast frið.“ Maðurinn hlustaði þögull. Þegar málið liggur ljóst fyrir á þennan hátt, verður hann hryggur. Mundi hann nokkurn tíma komast til Benares? Vegurinn er svo langur, svo langur þangað. Hann íhugar málið í mikilli alvöru. Hjáguðapresturinn stendur þar glottandi og horfir á áhyggjufullan manninn. Síðan snýst hann á hæli og gengur rólega burt. Margar hugsanir bærast í brjósti hans. Kannski mundi þetta heppnast-þrátt fyrir allt. Aðrir hafa orðið að gera þetta sama áður til þess að fá frið og ró. Hann hefur alloft heyrt talað um þ'að, já, hann hefur sjálfur séð þá ganga eftir vegunum. Hvort þeir raunverulega liafa öðlazt hjálpræði, þegar þeir hafa náð Benares,' hafði hann aldrei heyrt um, en það hlaut þannig að vera. Hann ákveður að lilýða ráði hjáguðaprestsins, og hefur undirhúning fyrir hina löngu göngu. Hann gerir þáð mjög nákvæmlega. Oddarnir verða að koma vel fram, hér dugar ekkert kák. Þá gæti öll gangan orðið árangurslaus. Svo bindur hann á sig naglrekna ilskóna, tekur staf í hönd og lítinn malpoka um öxl og staulast af stað. Dag eftir dag heldur hann áfram. Hvert skref kostar hann óbærilegar þjáningar. Skórnir litast blóði. Andlitið er afmyndað af sársauka. Eftir nokkurra vikna göngu, hættir að blæða úr fótunum, og versti sársaukinn er afstaðinn. Sum sárin eru hrúðruð, önnur ekki. En sálin er altekin sársauka meir en nokkru sinni fyrr. Þegar líkamsþjáningarnar minnkuðu, jukust í sama hlut- falli við það sálarkvalirnar. Dag nokkurn í brennandi hita hádegissólarinn- ar, setzt hann niður örmagna af þreytu, undir skuggsælu tré við veginn. Hann er alveg að þrotum kominn og uppgefinn. Finnst hann ekki kom- ast fótmál lengra. Helzt hefði hann viljað deyja 6

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.