Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 10
BczÉa stofan er aðelnis nosru tr|| f.vrir liaiin Ungur maður var eitt sinn mjög áhyggjufullur um velferð sálar sinnar. Guðs Andi starfaði sann- færandi á hjarta hans. Siðari hluta dags sagði hann við sjálfan sig: „Ég ætla að taka á móti Jesú Kristi, sem Drottni mínum og frelsara." Þetta var í fullri alvöru. Þegar hann kom heim, sagði hann konunni sinni strax frá þeirri ákvörðun, sem hann hafði tekið. Áður fyrr hafði hann margoft rætt um þessi mál, en aldrei tekið neina ákvörðun. Nú ætlaði hann í fyllstu alvöru að byrja lífið með Kristi, og ákvað að hafa guðræknisstund síðar um kvöldið með vinum sínum, sem boðið hafði verið þetta kvöld í heimili hans. „Það er gott,“ sagði kona hans við hann, en þér er kunnugt um, að einn af þeim mönnum, sem við höfum boðið til tedrykkju í kvöld, er efasemda- inaður. og er einnig eldri en þú. Væri það því ekki betra, að þú biðir þar til þeir eru farnir? Og ef þú villt ekki bíða með það, þá farðu bara fram í eldhús og hafðu fyrstu gæðræknisstundina þína með þjóninum.“ Stundarkorn hugsaði maðurinn sig um, en því næst sagði hann: „Sé ég búinn að bjóða Jesúm vel- 1 dagbók Chiang Kai Sheks frá þeim tíma, er hann var í fangelsi, getur að lesa þetta meðal ann- ars: „Ég hef ákveðið að berjast með andlegum krafti og siðferðislegum föstum vilja fyrir rétt- lætiskröfum trúarinnar. Jesú var frestaÖ af Satan í 40 daga, og hann barðist á móti andaverum, sem voru langtum sterkari en standa gegn mér í dag. Og hann sigraði þær. En ég verð að fyllast meira af þeim kærleika, sem knúði Jesúm í dauðann á Golgata. Ég verð líka að vera reiðubúinn að mæta dauðanum á þann hátt, sem ég verð dæmdur til. kominn í heimili mitt, þá vil ég bjóða honum inn í beztu stofuna, en ekki aðeins í eldhsúið.41 Þegar hann seinna um kvöldið leiddi vini sína inn í samkvæmisstofuna til að hafa með þeim guð- ræknisstund, var það enginn sem hneikslaðist eða hæddi, og ótruflaður las hann úr Bibliunni og bað. Þessi maður varð síðar yfirdómari hæstaréttar Bandaríkjanna. Aila ævi sína var hann Kristi Jesú trúr, og allt sitt líf fékk hann að reyna Guðs blessun og var virtur og beiðraður af öllum. Hefur Guðs Andi komið inn í líf þitt og komiS til leiðar svo dýrmætum áhrifum? Hefur þú tekið þá ákvörðun í hjarta þínu, að þú viljir fylgja Jesú? Tak Jesúm um borð í lífsskip þitt. Viðurkenndu hann sem Drottin þinn fyrir öðrum og ávinn þannig meðbræðurna. Fylg Drottni þínum og frelsara óskelfdur. Ger ávallt hans vilja í öllu, og ef þú kannt að óttast stundum, þá æf þig í að líta upp til hans og þú munt fá að reyna Guðs blessun sem aldrei áður. Þegar þú ert trúr í hinu litla, getur Drottinn trúað þér fyrir æðri hlutverkum og notað þig í þýðingarmeiri þjónustur, og einnig gefið þér enn meiri blessanir. Þá muntu geta tekiö undir með fjölda Guðs barna: Það borgar sig að treysta Drottni! Tíminn er hluti af eilífðinni, sem Guð trúir okkur fyrir, og sem hann í sinni náð vill fylla eilífðargildi fyrir okkur. Mínúturnar — þær eru dropar frá hafi eilífð- arinnar, sem fela í sér eilífðarverðmæti og eilífð- arkraft. Fleygðu því ekki þessum dýru verðmæt- um á glæ. 10

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.