Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 21
og afturhvarf. Játa syndir sínar og snúa sér til Guðs. Jósefus Flavíus, sagnritari Gyðinga, fæddur 4 árum eftir að Kristur var krossfestur, segir frá því, að svo stórkostleg hafi vakningin verið á dögum Jóhannesar, að um 3000,000 manns hafi iðrazt og látið skírast í ánni Jórdart. Við gefum Markúsi guðspjallamanni orðið: ,,En eftir að Jóhannes var framseldur, kom Jesús til Galíleu og prédikaði fagnaðarboðskapinn um Guð og sagði: „Tíminn er fullnaður og guðsriki er nálægt: gjörið iðrun og trúið fagnaðarhoðskapn- um.“ Sami lúður, en guðlegri og dýpri hljómur í liverju orði, er nú barst til mannfjöldans. Aftur rættust orð Amosar: „Verður lúðurinn svo þevtt- ur að fólkið flykkist ekki saman.“ Og fólkið sagði: „Aldrei hefur nokkur maður talað þannig. Og allir lofuðu hann og undruðust þau yndislegu orð sem framgengu af munni hans.“ En þegar þessi sami Jesús gengur borg úr borg og þorp úr þorpi og boðar jafnt háum og lágum, þennan sama boðskap: „Gjörið iðrun því guðsríki er nálægt,“ þá breytist lof mannanna í hásan kór: Krossfestið, krossfestið hann. Vakningin kostaði frelsarann dauða á krossi. Kristur hafði sagt við lærisveina sina, að þeg- ar hann væri farinn burt, mundi hann senda þeim Heilagan Anda, og hann mundi minna þá á allt, er hann hefði talað við þá. Hafið þið lmgsað um þetta, að mennirnir sem gerast trúaðir á Krist, þeir taka á móti Heilögum Anda, en þáS er afieins Jesús Kristur sem gctur senl hann. Þannig getur enginn talað og staðið við það, nema sá hinn sami sé jafn Guði. Þetta ættu þeir að athuga, sem eiga svo erfitt með að trúa því að Jesús sé‘ raunveru- lega sonur Guðs. Sá sem sagðist skyldi senda Heil- agan Anda, og gerði það líka, hann hlýtur afi vera GuS. Á hvítasunnudag sendi hann Heilagan Anda. Gleymum nú ekki orðunum, sem Kristur sagði við lærisveinana, að þegar Andinn kæmi mundi hann minna þá á það, er hann hafði sagt við þá. Þegar mannfjöldinn á hvítasunnudag spurði eftir ræðu Péturs: „Hvað eigum vér að gjöra bræður?“ svaraði Pétur af innblæstri Andans. „Gjörið yðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists.“ Við tökum eftir því, hvað Heilagur Andi minnir fyrst og fremst á: „Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast til fyrirgefningar synda yðar.“ Sál frá Tarsus — síðar Páll postuli — var ekki meðal lærisveinanna á hvítasunnudag. En Drott- inn birtist honum síðar, og lagði þá boðskapinn fyrir hann, er hann skyldi boða lýðnum. Um það segir Páll sjálfur á þessa leið: „Því að ég hef meðtekið frá Drottni það sem ég hef kennt yður.“ Hvað kenndi svo Páll? Við skulum taka þver- skurð af því, með því að vitna í orð, er hann flutti þegar hann stóð á miðri Aresarhæð, og áheyrendur lians voru Grikkir, vitsmunaþjóðin mikla. Þá höfð- ar guðsmaðurinn til mannfjöldans með boðskapn- um, er hann hafði meðtekið frá Drottni og segir: „En nú boðar hann — það er Guð — að þeir allir skuli alls staðar gjöra iðrun.“ Annar maður, en sami boðskapur, önnur þjóð en sami lúður. Inn um þetta hlið, sem heitir iðrun og afturhvarf, varð sú kristni öll að ganga, er öðlazt hefur það veglega kenninafn, að kallast Frumkristni. Það var þröskuldurinn sem hún varð að stíga yfir inn í Guðsríkið. Sá, sem ætlaði að s'fga yfir annars s'aðar, mátti eiga það víst að Heilagur Andi af- hjúpaði liann, eins og gerðist í borg einni í Sam- aríu, er maður að nafni Símon, velþekktur í horg- inni, ætlaði að komast í raðir hinna kristnu án iðrunar. Heilagur Andi afhjúpaði hann og hann fékk óðara að vita að hjarta hans var ekki rétt gagnvart Guði. Sama kom fvrir með þau Saffíru og Ananías í söfnuðinum í Jerúsalem. Þeirra dóm- ur var, að ]rau féllu bæði dauð niður. Guð er heil- agur. Og söfnuður Guðs er heilagur, þegar hann samanstendur af endurfæddti fólki, þar sem hver og einn liefur iðrast synda sinna. Vörður safnaðar Guðs er sterkur. Þess vegna segir Guðs orð: „Hver sá er snertir yður snertir augastein hans.“ Þannig var söfnuðurinn í frumkris'ninni. Ofaná þann hreinleika, er þeir öðluðust með trúnni. og Pé'nr skvrskotar til með þessum orðum: ,.Er Guð hafði hreinsað hiörhi beirra með trúnni.“ fvlltust allir meðlimir safnaðanna Heilögum Anda, eins og heir gerðu á hvhasunnudag. Oðar en áhevrendur voru komnir til trúar, var beðið fvrir þeim af leiðandi mönnum safnaðanna, 2]

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.