Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 38

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 38
EILIFT LIF EDA IIV AD? Dönsk blöð fylgdust allmikið með þeim blaða- skrifum, sem urðu um andatrúna hér á landi fyrir nokkru síðan. Á því tímabili, sem Berlinske Tidende birti fréttir um þetta frá íslandi, livað eftir annað, las ég grein í dönsku kristilegu blaði. Hvort tilefni greinar þeirrar hefur verið það, livað mikið var skrifað um þessi mál, veit ég ekki, en getur þó verið. En hvað um það, greinin, sem er skrifuð af Hugo Wuerster, er tekin hér upp í Aftureldingu, og bljóðar svo: „Ef það er satt, að eilíft líf sé ekki til, eða ef við segjum það með öðrum orðum: að ekki sé til meðvitundarlíf, sem áframhald af okkar jarð- neska lífi, eftir dauðann, þá er Biblían stórkost- leg skröksaga! Verða þá t. d. þessi fögru orð Heilagrar Ritningar að skröki: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3,16). Einnig yrðum við að strika yfir þessi orð Krists: „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi“ (Jóh. 11,25). En ekki aðeins þessi orð yrðu hið mesta skrök, heldur mundi Biblían spjaldanna á milli verða hin óvandaðasta heimildarbók, sem til væri í heiminum. En þannig er það ekki, því að hið spámannlega orð hefur til dagsins í dag, sannað það svo kröft- uglega, sem orðið getur, að Biblían er hreint Guðs Afturhvarfið er síðan að snúa við og ganga í gagnstæða átt við það, sem þú hefur hingað til gengið. Þú gekkst áður fram í gálausri breyttni, fjarri Guði. En nú, eftir að þú hefur beðið Krist að fyrirgefa þér syndir þínar, og trúir að liann liafi gert það, þá gengur þú með Guði í grand- varleika. Þetta er iðrun og afturhvarf. Þetta er að láta frelsast. Ásmundur Eirílcsson. orð, sem talar sannleika til mannanna. Biblían geymir margar sannanir um það, að það er raun- verulegt líf eftir dauðann, og um það líf talar hún hiklaust og með guðdómlegum myndugleika. Er þá til meðvitandi líf eftir dauðann? Já, vissulega. Þessu skal ég finna stað með orðum Ritningarinnar. Bæði Gamla- og Nýja testamentið tala mjög skýrt um „hlið“ Ileljar. Tak Biblíu þína og les t. d. Jesaja 38, 10 og Matt. 16, 15—18. Þegar við tölum um „hlið“ gerum við okkur grein fyrir því, að átt er við hlið að einhverju fráskildu svæði. Með því er gefið til kynna, að dánarheimar er raunveruleiki á raunverulegum stað. Biblían talar um tvær aðskildar vistarverur fyrir anda mannanna eftir likamsdauðann: Hel og Paradís. Hel, sem liggur á bakvið „hlið“ Heljar verður tilverustaður anda hinna ranglátu í sömu andrá, og andinn hverfur úr líkamanum. Spurningin verður þá: Er meðvitandi líf á bakvið „hlið“ Heljar? Við hverfum til Ritningarinnar og lesum: „Því að Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir... Hann var að vísu deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður sem andi. I andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi, sem óhlýðnast höfðu fyrrum, þegar langlyndi Guðs beið á dögum Nóa“ (1. Pét. 3, 18—20). Það er augljóst af þessum orðum, að bæði Jesús og andar þeirra dánu manna (sem óhlýðnast höfðu fyrrum) hafa haft skýra meðvitund. Því að hvern- ig hefði Jesús getað „prédikað“ fyrir þessum önd- um, ef hann eða þeir hefðu verið í meðvitundar- lausu ástandi? Þarna var Jesús að tilkynna þeim sigur sinn, en um tækifæri til afturhvarfs, er hér ekki að ræða. (Og eins og það liggur fyrir mönn- unum eitt sinn að deyja, og eftir það er dóm- urinn. Hebr. 9,27. Þetta orð staðfestir, að Kristur var ekki að tala um möguleika til afturhvarfs við 38

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.