Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 23
SHLOMO HIZAK: Fréttaþáttur frá Jerúsalem Fréttaþáttur þessi, er skrifáður af áhrifaríkum kristniboða meðal síns eigin fólks, Israels. Frá- sögn þessi segir mjög greinilega frá viðbrögðum Jerúsalembúa, um þáð bil sem stríðið milli Israels og Araba brauzt út, og hinni fagnandi gleði Jerú- salembúa eftir að sigurinn var unninn. Gjörvöll þjoðin, landsliorna á milli, gaf Drottni vegsemdina og heiðurinn fyrir þáð, hver endalokin urðu, því áð svo var fyrir sagt í Ileilagri rilningu. Nú gef- um við Shlomo Hizak orðið: Óvissan og eftirvæntingin í ísrael óx með degi hverjum síðustu þrjár vikurnar, Jerúsalem og Israel landshorna á milli bjó sig á allan veg undir hina óhjákvæmilegu styrjöld. Auðvitað óskaði enginn eftir styrjöld, því að í styrjöld falla svo margir í valinn, og eyðileggingin sem henni fylgir er ógnvekjandi. Þess vegna, ekki sízt, sáum við nauðsyn þess að búa okkur sem bezt undir átökin. Allir sem gátu keyptu matarbyrgðir, byggðu sér skotvarnarbyrgi, og hlóðu sandpokum við glugga lieimila sinna. Andrúmsloftið var þrungið af alvöru. Tauga- stríðið var ákaflegt meðal alþýðu manna. Án nokk- urs fyrirvara kallaði herstjórnin fjölda manns til lierþjónustu. Hlustað var nótt sem dag á frétta- tilkynningar, því að enginn vissi fyrirfram hvenær nafn lians yrði kallað upp til þess að mæta sam- stundis í herinn. Ástandið á þessu tímabili var þannig, að það var mjög erfitt fyrir okkur að hafa samkomur og dreifa kristilegum ritum. En þrátt fyrir það gerðum við allt sem við máttum á þessum tví- sýnu tímum. Úti á þjóðvegunum sem við ferðuð- umst um, reyndum við með mörgu móti, að kom- ast í samband við hermennina. Áhugumál okkar var, að vitna fyrir þeim um Jesúm Krist, og hvetja þá til þess að vera reiðubúna til þess að mæta Messíasi þeirra, í því tilviki að einhver þeirra yrði kallaður ytir mörk eilífðarinnar. Ileyndum við með mörgu móti að opna augu þeirra fyrir þeirri staðreynd, að Messías þeirra væri kominn í Jesú, og hann hefði dáið fyrir syndir þeirra. En með því að taka persónulega trú á hann, hlotnaðist þeim eilíft hjálpræði. En ástandið versnaði með hverjum degi sem leið. Þar kom, að það var enginn möguleiki fyrir okkur að yfirgefa borgina. Við lögðum því allt kapp á að pakka bókum og kristilegum smáritum og senda til þeirra sem beðið höfðu um það. Árla sunnudags, meðan guðsþjónustan stóð yfir, drundi við skörp skothríð. Miklum ótta sló yfir fólkið. Eftir þetta heyrðum við með stuttu millibili hvernig skothríðin dundi milli borgarhlutanna í Jerúsalem. Enginn hafði hugmynd um, hvað borið gæti við í næstu andrá. Næsta dag, snemma morguns, þann fimmta júní, fór ég með börnin mín í skólann. Á heimleiðinni skrúfaði ég frá útvarpinu í bifreið minni. Heyrði ég þá fréttatilkynningu um það, að styrjöld væri hafin við Egypta á suðurvígstöðvunum, og að þar væru háðir blóðugir bardagar. Ég sté á benzínið og jók hraðann til þess að komast sem fyrst heim til að segja konu minni hvað borið hefði við. En meðan ég hafði verið burtu, hafði kona mín snúið sér að því að undirbúa allt í heimilinu undir það, sem henni fannst að fyrir gæti komið livenær sem væri. Og nú bafði það borið við. Án nokkurs fyrirvara þurfti ég að fara með nokkra Ameríkana út á flugvöll. Um leið og ég 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.