Afturelding - 01.03.1968, Side 17

Afturelding - 01.03.1968, Side 17
Fimm mínútur Á ársþingi æskulýðshreyfingar í New York, fékk enginn að tala lengur en fimm mínútur. Dr. Prime flutti þessa tölu: Mínir ungu vinir! Mér er boðið að tala til ykkar í fimm mínúiur, ekki lengur. Margt er hægt að gera, mikið er hægt að segja á fimm mínútum. Á fimm mínútum er hægt að kveikja í heilli borg, sökkva stóru skipi, á fimm mínútum getur sál glatast. Augnabliksmistök geta valdið ævilangri sorg. Leggið ykkur þessar alvarlegu hugsanir á hjarta, og ég hef leyzt hlutverk mitt á einni mín- útu í staðinn fyrir fimm. Margur æskumaður hefur með andvaraleysi sinu á einu augnabliki dregið slíka eyðileggingu yfir líf sitt, sem hann á langri mannsævi gat ekki endurbætt. Aðeins ein yfirtroðsla, ein synd, eitt mistak, aðeins ein vanræksla á skyldurækni, og afleiðingarnar koma óhjákvæmilega. Freistaour af augnablikshungurtilfinningu seldi Esaú frumburðarrétt sinn. Þúsundir ungra manna og kvenna selja sinn fyrir minna. Aðeins einn ósæmilegur verknaður, ódrengilegt orð getur ó- hreinkað sálina í þeim mæli að sjálft úthafið get- ur ekki þvegið hana hreina. Þið getið ákveðið ykkur fyrir þýðingarmikla og heiðarlega lífsstefnu. Allt er komið undir því, sem þið veljið. Og þetta þýðingarmikla val er eins hægt að gera á fimm mínútum eins og fimm árum. Gættu auranna og krónurnar gæta sín sjálfar. Gæt mínútnanna og klukkustundirnar verða þýð- ingarmiklar. Ekkó. brigði og kraft streyma í gegnum allan líkama sinn. Hún varð fullkomlega heilbrigð. Ó, hvílíkur morgunn sem nú rann upp yfir líf hennar. Ó, hvílíkur dagur sem nú fór í hönd. Hinir óttaslegnu herbergisfélagar hennar, er höfðu búizt við að hún mundi verða liðið lík áð- ur næsti morgunn rynni upp, vöknuðu við þá staðreynd að hún lá heilbrigð í rúmi sínu. Almætt- iskraftur Drottins Jesú Krists hafði gripið inn í vonlausar kringumstæður. Hvað hana sjálfa snerti, var þetta ný lífsreysnla fyrir hana, ný vígsla í þjónustu meistarans. Þetta fábrotna eldhús sem við ferðafélagarnir sátum í, verkaði á okkur eins og við sætum í helgi- dómi. Það er ekki hægt að lýsa þeim tilfinningum er orkuðu á ohkur, meðan þessi látlausa kona var að segja okkur lífssögu sína. Það var einn af þess- um ódauðlegu vitnisburðum um, hvað Guð getur \ gert fyrir eitt af sínum minnstu börnum. Hve mikil er ekki Guðs óendanlega náð, er hann stígur niður í kærleika sínum til þess að bjarga syndara frá dauða og leiða hann inn á lífsins veg. Þegar hún hafði lokið frásögn sinni, kenndi hún okkur kveðju á serbisku (hluti af Júgóslavíu): „Mir i milost neka je sa tobom.“ Þetta þýðir: Náð og friður sé með þér! Ég stóð upp frá borðinu og gekk út í garðinn í morgunkyrrðinni, meðan kveðja þessi endur- ómaði stöðugt í huga mér. Gestgjafi okkar hafði reynt raunveruleika þessarar kveðju. Og nú að endingu flyt ég þessa kveðju áfram til þess sem les þetta. Það sem Guð gerði fyrir konu þessa, er hann máttugur að gera fyrir alla. Guð fer ekki í manngreinarálit, og hans mikla þrá er að miskunna sig yfir alla aumstadda menn. Endursagt O. X.. 17

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.