Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 24
ók út úr borginni, voru menn í óða önn að loka verzlunum sínum, og ýmis konar auglýsingar voru settar upp, til glöggvunar fyrir borgarbúa. Þegar ég opnaði útvarpið, heyrði ég að yfir- berstjórnin var að kalla alla vopnfæra menn í herinn. Þetta voru stúttar en glöggar tilkynningar. Á öllum veginum sem lá til flugvallarins voru menn á þönum til þess að ná í þetta eða liitt farar- tækið til að komast sem allra fyrst til herstöðvanna. Þetta voru menn á milli átján og fimmtíu ára. Á Ieiðinni heim frá flugvellinum sá ég ísraelskar flugvélar fljúga til suðurs. Samtímis heyrði ég fréttatilkynningar frá útvarpsstöðinni í Kairó, svo- hljóðandi: „Tíminn er kominn, að allir Gyðingar í ísrael verða drepnir. Hinn sögulegi dagur er að kvöldi kominn fyrir hinn gyðinglega lýð í Pale- stínu.“ Þeir sögðu að nú skyldu þeir drepa alla Gyðinga án nokkurrar miskunnar. Þið getið hugs- að ykkur hvílíkar tilfinningar gagntóku mig er ég hlustaði á þetta. Þegar ég var enn um það bil þrjár mílur fyrir utan Jerúsalem, veitti ég því athygli að allt féll eins og í dúnalogn. Og sem ég nálgaðist borgina meir, sá ég varla nokkurn mann á ferð, né heldur bifreið. Sennilega átti ég hálfa mílu ófarna að borgarhliðinu, er ég heyrði ógurlega skotárás. Sá ég þá að margar sprengjur féllu á borgarhluta okk- ar. Þá duldist mér ekki lengur að Jórdanía hafði hafið árás á okkur, og markmið þeirra var að taka ísralelska hlutann af Jerúsalem með sprengju- árás. Ér ég kom inn í borgina var ég stöðvaður af lögreglunni. Kvaðst hún aðvara mig um, að alls staðar væru leyniskyttur á ferð, og margt fólk væri þegar orðið fórnarlömb þeirra. Meðfram götunum sem ég ók sá ég mörg hús sem höfðu orðið fyrir sprengingum. Vatnsleiðslur höfðu einnig orðið fyrir sprengjum, svo að vatnið vall alls staðar fram, til eyðileggingar úti og inni. Loks náði ég þó til heimilis míns, sem var griða- staður minn og minna og margra annarra er flúið höfðu þangað til þess að vera með okkur á meðan loflárásin stóð yfir. Okkur hafði verið harðlega bannað að fara út úr loftvarnarrúminu og auðvit- að vildi ekkert okkar gera það. Við vissum það eins vel og allir aðrir að það var að voga lífinu að fara út. Á þeim þrem dögum sem við vorum þarna byrgð inni, íengum við að reyna margt. Fyrsta dag- inn nísd angisdn hjörtu vor. Engu okkar duldist ásetningur óvinanna, sem var, atí eyðileggja okk- ur gjorsamlega. Að kvöldi hins fyrsta dags, er við heyrtíum fréuirnar frá vígstöðvunum, og að ísraeiski herinn hafði unnið skjóta sigra á óvin- um sínum alls statíar, var miklum þunga af okkur létt. Eg bað að Guð vildi halda verndandi hendi yfir okkur, og að hann vildi snúa öllu okkur til góðs og nafni sínu til dýrðar og vegsemdar. Við bátíum Guð einnig að varðveita „Holy Land Crusade office“, sem var í miðri eldlínunni. Við fyrsta tækifæri sem ég hafði til þess að koma út undir bert loft, gekk ég þangað sem ég gat séð yfir borgina og skrifstofuna okkar. Þetta freistaðist ég til að gera enda þótt að ennþá lreyrð- ust skothveiiir braka í lofti. Það var ógnvekjandi að sjá þær mörgu bygg- ingar, er sprengjurnar höfðu dunið á og tætt í sundur alla vega. Og svo að horfa á hinar fjöl- mörgu eyðilögðu bifreiðar! Ég lofaði Guð af öllu hjarta fyrir það að engin sprengja hafði snert heimili okkar. Og eins var um bifreiðina okkar sem heimilið, hvort tveggja óskemmt. Ég gekk til skrifstofunnar, ekki heldur þar hafði svo sem neitt skemmzt. Þrjár sprengjur höfðu þó lent í næsta húsi og næstum lagt það fulikomlega í rúst. Ég gekk aftur heimleiðis og fór að hlusta á nýjar útvarpsfréttir. Heyrði ég þá að ísrael hefði hertekið Ramallah og aðrar fleiri borgir umhverf- is Jerúsalem. Og eftir því sem tíminn leið, heyrð- um við um fleiri og fleiri borgir og þorp sem herinn okkar liafði tekið. Auk þess heyrðum við í einni fréttinni að þeir hefðu hertekið Scopus- fjallið. Og síðast en ekki sízt sögðu fréttirnar, að ísraelsmenn hefði, eftir æsilega hart áhlaup, tekið gamla hluta Jerúsalem. Þegar þessi frétt barst þjóðinni gegnum útvarpið, var öllum leyft að ganga út úr skotvarnarbyrgjum sínum, þar sem þeir höfðu dvalizt þrjá daga. Jafnframt fengu verzlanir leyfi til þess að opna. Þannig fór æða- sláttur lífsins í Jerúsalem að færast hægt og liægt í samt lag aftur. Ég tók mig til og stejg inn í bifreiðina mína og ók af stað til þess að sjá, hvernig hlutirnir litu út eftir þessi æsilegu átök. Það sem vakti mér 24

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.