Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 32

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 32
Dásamleg innlifun Eftir FRITZ HELGOR Það var alveg óvenjulegt að sjá föður minn sjúkan. Við hin urðum oft að skreiðast í rúmið, þegar um umgangsveiki var að ræða, en það var eins og ekkert biti á pabba. Þó að ég væri nú á 16. árinu, minnisl ég þess ekki, að bafa séð pabba í rúminu einn einasta dag. Þess vegna féll mér það svo ósegjanlega þungt að standa nú við sjúkrabeð föður mínns. Ég þurfti einskis að spyrja, en sá, að hér var alvara dauð- ans á ferð. Okkur skildist það lika á hjúkrunarkonunni, sem stundaði hann. Hvað eftir annað héldum við, að endalokin væru komin, en faðir minn sigraði hverja þrautina eftir aðra. Jafnvel þótt nú séu liðin nær 30 ár síðan, man ég eftir þessu tímabili, eins og það hefði skeð í fyrra. Sérstaklega hefur eitt atvik grópazt fast í minni mitt. Þarna lá faðir minn náhvítur í framan, of þrótt- laus til að mæla orð af vörum, en okkur skildist þó á honum, að hann óskaði þess, að við læsum fyrir hann orð úr Biblíunni. Mamma gat það ekki. Hún var gráti nær, þann- ig var einnig ástatt um systur mínar tvær. Svo tekur mamma mig, yngsta meðlim fjöl- skyldunnar og segir: „Heldurðu að þú getir lesið fyrir pabba?“ Aldrei gleymi ég þeirri hátíðistilfinningu, þeg- ar ég stend með Biblíuna mína fyrir framan rúm pabba og á að lesa fyrir hann. Ég er ekki í minnsta vafa um, hvað ég á að lesa, því ég þekkti versið hans pabba. Það var 1. Jóh. 3, 2. Ótal sinnum hafði ég heyrt pabba lesa þetta orð, bæði þegar hann átti að byrja samkomu í Bæna- húsinu eða gefa vitnisburð sinn. Svo las ég: „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn og þdS erurn vér.“ Ég sá, að pabbi greip Orðið silt í trú. Undursam- legur öruggleika andi fyllti sjúkrastofuna. Það var svo gott að biðja. Seinna sagði pabbi, að þetta orð hefði gefið honum öruggleika og hugrekki til að mæta sjálfum dauðanum. Dagarnir liðu og urðu að vikum. Við börðumst í bæn dag og nótt. Við grátbáðum um að fá að halda pabba. Þetta var erfiður tími. Svo erfiður að ég vildi ekki eiga eftir að lifa hann aftur. En einnig svo dýrmætur, að ég vildi ekki hafa farið á mis við hann. Ekki fyrir nokkurn mun. Því að á þessum vikum lærði ég meira í skóla trúarinnar og bænarinnar, en ég hef lært öll hin árin samanlagt. Dag einn fengum við þau boð, að um leið og pabba færi að batna eitthvað, ætti að flytja hann á sjúkrahúsið, þar gat hann átt í vændum langvar- andi læknismeðferð. Biblían var okkur óendanlega kær þessa daga. Já, það var hún, sem hélt okkur uppi. Stöðugt fundum við huggunarrík orð, og við uppbyggðum hvort annað með þeim. Dag einn segir mamma: „Fyrir nokkrum dögum síðan las ég orð í Biblí- unni, sem hefur gert inig svo órólega og ég fæ ekki frið fyrir.“ Og svo las hún: „Sé einhver sjúk- ur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum, og trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan; og Drottinn mun reisa hann á fætur....“ Mamma hélt áfram: „Börn,“ sagði hún, „haldið þið, að við eigum að fara þessa leið? Eigum við að gera eins og við lásum? Eigum við að kalla á öldunga safnaðarins og láta biðja fyrir pabba og smyrja hann með olíu?“ 32

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.