Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 37

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 37
hamförum á einhverju sviði, svo sem flóðbylgjum eða einhverju þvíumlíku. Að náttúruhamfarir vaxi, getum við vænzt, svo þess vegna skulum við vera við því búin að þær geti komið, hæði meiri og fleiri en við höfum þekkt. Benda vil ég á í þessu sambandi, að viðvaranir hafa komið fram, bæði í sýnum og opinberunum, að flóðbylgjur muni koma sem fyrirboði kom- andi styrjaldar. Allt hvílir þetta í hönd Drottins og það erum ekki við sem stjórnum þróun heimsatburðanna. En auðvitað ber okkur skylda til að vekja athygli á því sem koma muni, samkvæmt því sem skrifað er í Heilagri ritningu. í ljósi hennar og sjálfra at- burðanna sem nú eru að ske, getum við því með sannleika sagt: „Endirinn nálgast óðum.“ Annað tímanna tákn er það, hve mjög jarð- skjálftum fjölgar nú. Vísindamennirnir hafa flokkað tegundir jarð- skjálfta í sex flokka. Talan sex táknar sterkasta form jarðskjálfta. Hér er svo listi yfir jarðskjálfta í flokki sex, sem komið hafa á tímabilinu 1800 til 1966. 1800—1896 — 3 1897—1906 — 2 1907—1916 — 2 1917—1926 — 2 1927—1936 — 3 1937—1946 — 3 1947—1956 — 7 1957—1966 — 17^ Tölur þessar tala sínu eigin máli. Aðeins þrír jarðskjálftar með þessum styrkleika urðu á 96 fyrstu árunum, en 17 á síðastliðnum tíu árum. Þarf nokkur að vera í efa um, að „endirinn nálg- ast óðum.“ Villy Hagström (Danmörk). Þetta er skrifað fyrir áramót s.I. En rétt eftir áramótin komu hin miklu flóð í Rio de Janeiro, þar sem 200 manns fórust og 50,000 urðu heimilis- lausir. Litlu seinna eða 15. janúar kom svo hinn mikli jarðskjálfti á Sikiley, sem var hinn mesti í Evrópu síðan Skopje í Júgóslavíu lagðist i rústir. Styrkleiki jarðskjálftanna var 8,5—9,0 og 7,5 stig á 10 stiga Mercalli skala. Ritstj. Og ljúka við hann í skyndi l'iiii.iimiu ai bls. 2i>. Guð segir, að það eigi að flytja hann eigi að síður. Eða munum við ekki, hvað Drottinn lagði fyrir spámanninn, sem lifði á fráfallstíma, eins og við gerum nú, og vildi koma sér hjá því að flytja þá kenningu, sem enginn vildi heyra. En þá kom Guðssvarið til hans skýrt og skorinort: „Þú skalt tala orð mín til þeirra, hvort sem þeir hlýða á þau eða gefa þeim engan gaum.“ Þetta er einn af þeim leyndardómum, sem við skiljum ekki fyrr en við komum heim til himins, hvers vegna það er nauðsynlegt að flytja afturhvarfsboðskapinn enda þótt enginn vilji hlýða á hann, eða svo til. En ef vel er að gáð, þá leynist alltaf inn á milli fjöldans einstakiingar, sem aðeins vantar að vita, hvað þeir eigi að gera til þess að finna Guð sinn og öðlast frið í sál sína. Fái þeir þekkinguna, sem frá þeim hefur verið tekin, þá eru þeir reiðubúnir að taka afstöðu með Kristi Jesú og Orði hans. Því býður mér í grun, að einhver sem hlustað hefur við þessa guðsþjónustu, kunni að vilja spyrja af einlægu hjarta: „Hvað er iðrun og afturhvarf?“ Eg vil þá enda mál mitt með því að segja þér það, vinur minn. Iðrun er að hryggjast vegna þess, að við höfum brotið Guðs boð. Við höfum syndgað. Þegar við höfum glöggvað okkur á þessu, þá hiðj- um við Jesúm Krist, sem er meðalgangari milli Guðs og syndugs manns, að fyrirgefa okkur synd- irnar. Svar við þessari bæn, er gefið í Biblíunni með þessum orðum: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann — Jesús Kristur — trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ Minnztu þess, vinur minn, að þrátt fyrir alla vantrú og villu, sem sáð er allt í kringum okkur í dag, þá er það orð Biblíunnar satt, og það segir, „að blóð Jesú Guðs sonar hreinsi oss af allri synd.“ Og ef það hreinsar iðrandi hjarta af allri synd, hvað er þá mikið eftir af syndinni? Ekkert! Það er eins og önnur ritning segir: „Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefur hann fjarlægt afbrot vor frá oss.“ Allar þessar tilvitn- anir eru þau huggunarríkustu orð, sem nokkru sinni hafa verið skrifuð á bókfell. Það er vegna þess að þau spegla kærleika Guðs til fallins mann- kyns, til þín og mín. 37

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.