Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 35

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 35
Þetta viljum við vita SPÖRVINN OG SVALAN Þau flugu saman og sungu einn sólbjartan júní-dag. Ég hlustaði hljóður á sönginn og hreifst af þeim dillandi brag. Og spörvinn við svöluna sagði, hve sœtt er þitt unaðslag. En hví eru mennirnir alltaf svo áhyggjufullir hvern dag? Það er af því, svaraði svalan, mér sýnist þá vanta frið. og eiga ekki á himni neinn algóðan föður sem við. Spuming: Viljið þér vera svo góður að gefa mér öruggt ráð til þess að ég geti fengið börnin mín til að trúa á Guð og Biblíuna. S. A. Svar: Bezta ráðið er, að þér verið þeim sönn fyrirmynd upp á líf kristinnar móður. Kóbert Moffat vitnaði og sagði, að vegna sterkra áhrifa frá sönnu trúarlífi móður sinnar, hafi hann orðið kristniboði. John Randolph sagði: „Ég held, að ég hefði orð- ið guðleysingi, ef ég hefði ekki átt þær minningar um trúarlíf móður minnar, sem ég á. Móðir mín beygði kné sín við hlið mína og kenndi mér að biðja. Ágústínus sagði: Ef ég er Guðs barn þá er það því að þakka, hve guðelskandi og góða móður ég átti.“ Bezta ráð til þess að kenna hörnum sínum að þekkja Guð, er ekki að halda ræður yfir þeim, ekki að prédika yfir þeim, heldur að lifa í Kristi daglega fyrir augum þeirra. Auðvitað er nauðsynlegt að lesa Bihlíuna með börnunum. En það eitt fyrir sig kemur litlu til vegar, ef þau sjá ekki birtu trúarinnar ljóma af yðar eigin lífi. — Talið við börnin yðar um Krist, en þau íhuga það með sjálfum sér livort þér hafið Guðs Anda. Barn vill miklu lieldur sjá prédik- unina en hlusta á liana. Og þegar það sér trúna hjá móður sinni, eða vöntun trúar, mun það endur- speglast í lífi barnsins. 35

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.