Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 16
TOM ERLANDSEN: Engin endurlausn í dauðanum Á ferðalagi í Austur-Evrópu, gistum við tveir, vinur minn og ég, hjá konu, sem var einkennandi dæmi upp á það, hvernig styrjöld fer með menn- ina. En á sama tíma, hvernig Jesús endurreisir mannanna börn, sem áður líkjast lifandi bruna- rúst með öskubragð í munni sér. Þar sem við sátum í hinu fábrotna en gestrisna heimili hennar, og borðuðum morgunverð, áður en lagt skyldi af stað til annars lands, fór hún á kyrrlátan en gagntakandi hátt að segja frá lífi sínu. Maður hennar hafði verið liðsforingi í stríðinu. Þegar loks að hinum mikla hildarleik lauk, var hann orðinn svo þunglyndur og lamaður andlega, að hann hafði ekki hugrekki til þess að lifa leng- ur. Þetta mikla örvilnunarstríð hans enti með því að hann svipti sig lífinu. Þegar hún var orðin ekkja, þyrmdi ákaflega yfir hana og vonbrigðin urðu sár og þungbær. Á hverju átti hún að lifa? Og hvað hafði hún að lifa fyrir? Hinar skuggalegu sjálfsmorðshugsanir tóku nú að herja á hana, eins og mann hennar meðan hann lifði. Og þar kom, að hún ákvað að binda enda á líf sitt. En þegar hún ætlaði að gera alvöru úr þessu, með því að varpa sér niður af bryggju einni þar í höfninni, barst að eyrum hennar dásamleg rödd: „Það er engin endurlausn í dauðanum, en dðeins í Jesú Kristi.“ Hún varð alveg gagntekin af undrun. Hvaðan kom þessi rödd? Hún hrópaði: „En hvað á ég þá að gera?“ Og aftur lieyrði hún röddina segja: „Þú skalt útvega þér Biblíu og lesa hana.“ Þótt hún þekkti ekki Guð og hefði ekki komizt í neina snertingu við sannan kristindóm, þá vildi hún hlýðnast þessu og útvegaði sér Biblíu, og hóf að lesa hana. En Biblían var henni sem lokuð bók og hún skildi ekki það sem hún las. Þá skeði aftur nokkuð merkilegt. Hönd strauk svo undur þýðlega yfir enni hennar, að það gagn- tók hana alla. Erá þeirri stundu var Biblían lif- andi bók fyrir hana. Nú skildi hún hvað hún las. Bók sannleikans varð henni óviðjafnanleg huggun í eymdinni, og varpaði ljósi yfir veg hjálpræðisins. Hún fékk að reyna, að það er friðþæging í Jesú Kristi, í hverjum við eigum endurlausnina fyrir hans blóð fyrirgefning syndanna, samkvæmt rík- dómi náðar hans.“ Við ferðafélagarnir hlustuðum gagnteknir á frá- sögn konunnar. Á þessu timabili lífs hennar, hafði hún verið alveg niðurbrotin, bæði andlega og lík- amlega. Hún liafði verið lögð inn á sjúkrahús, og læknarnir reyndu að gera fyrir hana það sem þeir gátu. En dag nokkurn urðu þeir að segja henni eins og var, að þeir gætu ekki meira fyrir hana gert. Það duldist heldur ekki sjúklingunum á sjúkrahúsinu, hversu alvarlegt ástand hennar var. Herbergisfélagar hennar, fundu hversu þrúg- andi andrúmsloftið var á stofunni alla daga. Var einlægt búizt við því, þegar kvöldið kom, að þessi og þessi nóttin yrði hennar síðasta. En þá var það nótt eina, að eitthvað óviðjafnanlegt bar við. í kyrrð og hljóðleika næturinnar, fékk hún sjúkraheimsókn, sem henni gleymist aldrei svo lengi sem hún lifir. Sá sem kom í heimsókn til hennar, þessa minnisstæðu nótt, var HANN, sem megnar að géra alla hluti nýja, jafnvel þegar hin- ir færustu læknar gefa allt upp á bátinn. Skyndilega fann hún snertingu af tveimur hönd- um hræra við sér. 1 sömu andrá fann hún heil- 16

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.