Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 30
DAVIÐ NYSTRÖM: Viðvörn til Norðurlandaþjóða Þrír spádómar hafa komið fram á síð‘ustu árum, sem allir flytja alvarlegan boðskap. Boðskapur þessi er til Norðurlandanna. Það sem gerir boð- skapinn enn alvarlegri, er að hann er borinn fram af þrem mönnum í sitthverju landi, þar sem enginn þeirra vissi um boðskap hinna. Mennirnir, sem báru fram spádómana, voru alþýðumenn í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Þegar boðskap- ur spádómanna var athugaður nákvæmlega, var hann svo samhljóða hjá öllum að furðu gengdi. Aðal inntak boðskaparins var, að hinir trúuðu ættu að kosta kapps um að helgast í lífi og breytni. Ennfremur, að fólk almennt á Norðuílöndum þyrfti að snúa sér frá sínum miklu syndum. Vildi það ekki gera það, gæti ekkert bjargað þjóðunum frá eyðileggingu. Um spádóma þessa, sem fram hafa komið, tal- aði Emanúel Minos trúboði í Stokkhólmi sunnu- daginn 20. nóvember s.l. Fíladelfíukirkjan, sem rúmar um 4000 manns í sæti, var troðfull af djúpt snortnum áheyrendum. í lok samkomunnar reisti sig margt manna og óskaði eftir fyrirbæn, sumir til frelsunar, aðrir til helgunar. Einn salur kirkj- unnar, sem rúmar 500 manns, fylltist af biðjandi fólki, sem ákallaði Guð himinsins um náð og misk- unn yfir land og þjóð. Emanúel Minos hefur ekki áður talað um þetta efni í Svíþjóð. En þegar hann hefur prédikað í höfuðborgum hinna Norðurland- anna, hefur hann komið mjög alvarlega inn á sama efni. Allir sem þekkja Minos, vita, að hann er ræðumaður af Guðs náð, og maðurinn sjálfur með miklar gáfur og menntun gagnsnortinn af Guði og alvöru tímanna. I byrjun máls síns gerði ræðumaður grein fyrir ýmissu, er snerti þrjá spádóma. Hann benti á það 30 t. d. sem finnska stúlkan, sem bar fram spádóminn þar í landi fékk að reyna. Stúlka þessi stendur innan þjóðkirkjunnar. Hún bæði bað og hvatti Minos lil þess að aðvara fólkið alvarlega í INor- egi, Svíþjóð og Finnlandi, um þá neyð, sem í vænd- um væri. Nauðsynlegt væri að vekja hina trúuðu til þjónustu í bæninni og til heilags lífs, ef Guð í miskunn sinni vildi halda refsidómunum til baka, og halda verndarhendi sinni yfir Norðurlöndun- um. Maðurinn, sem bar fram spádóminn í Danmörku brýnir þetta sama fyrir fólkinu: Öaflátanlega bæna- þjónustu og helgun í lífi og breytni. Þetta er eina leiðin landinu til bjargar, segir liann. I Svíþjóð var það sveitamaður, bóndi, sem sá það í sýn, hvað koma mundi yfir landið, ef lands- lýður sneri sér ekki frá sínum ljólu og grófu synd- um. Hann sá orustuvöll mikinn, stríð og neyð mikla. Vald myrkursins er að slá hrammi sínum yfir sænska fánann. Þegar sænski bóndinn skynj- aði þetta, ákallaði hann og bað: „Ó, Guð haltu fánanum uppi!“ Svarið kom óðara: Guð vill helga sitt fólk og bjarga landinu frá syndinni.“ Sveitamaðurinn sagði Minos frá vitrun sinni og bað hann undir tárum að aðvara sænsku þjóðina. Etnanúel Minos Ieiddi áheyrendur sína með sér inn á blöð Heilagrar ritningar og sýndi þeim fram á, hvað Biblían hefði að segja um síðustu tíma. Með skarpri athugun, eins og lionum er lagið, benti hann á og sannaði með ívitnun í Biblíuna, að okkar tímar væru orðnir samhljóða við daga Nóa. Ræðumaður vitnaði í Amos 3,7, postulasöguna 11,28, 1. Pét. 1,11. Þá benti hann á kafla í öðru Korinlubréfi, fyrsta bréfi Jóhannesar og marga fleiri staði. Ilann sem sagt geirnegldi mál sitt með ívitnun í Heilaga ritningu. Síðan renndi hann stoðum undir það, sem

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.