Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 15
Réttu þetta blað i hönd þeim, sem þú veizt að hafa við sama böl að slríða,, en hafa ekki sigrazt á því. hugsa það, að þessi unga stúlka ætti eftir að verða konan mín. En við uppgötvuðum það hæði að áhugi okkar og markmið féllu að sömu unn. Eftir nokkurn tíma vorum við tvö orðin eitt. Ann- ars erum við svo ólík, sem hugsazt getur. Baibro hefur alizt upp í þróttmiklum, kristnum söfnuði. Hún þekkir það líf frá blautu barnsbeini, út og inn, viðíangsefni þess og vandamál. Bakgrunnur minn og hennar eru því eins ólikir og myrkur og ljós. En ef til vill er það einmitt þess vegna, sem við fyllum hvert annað svo vel upp, sem raun ber vitni. i | Wallin hefur boðskap að flytja. Það lirærir huga hinna ungu að heyra hann flytja þennan boðskap. Það brýnir metnað margra, að heyra hann lýsa því, hvernig honum tókst að brjóta innsta hring bölvalds lífs síns og loka fangelsisdyrunum fyrir fullt og allt að baki sér. Auk þess að ná með Guðs orð til allra, og syngja fyrir alla, hafa þau brenn- andi áhuga á því, að ná til samkomulnisa þeirra, sem æskufólkið safnazt saman. í sumunr borgum tala þau og syngja til 4—500 æskufólks á þessum óheillavænlegu stöðum, þar sem synd og lestir eru í hávegum hafðir. Unga fólkið hlustar, því að Wallin getur talað við þetta fólk eins og enginn annar. Það finnur að hann skilur neyð þeirra, því að hún var einu sinni neyð hans sjálfs. Þess vegna hrærist það margoft til tára, er hann bendir þeim á veginn út úr kvölinni. Ásmundur Eiríksson. Sagt um Biblíuna. Biblian er yfirmáta vanrœkt bók. Verðugt mat á inni- haldl bókarlnnar er ekki viðurkennt af fjöldanum. Hinir svokölluðu menntamenn brestur venjulega bæðl þckklngu og áhuga á ritningum hennar. Það er álitið finna að hafa lesið hlna nýjustu skáldsögu en að þekkja Jobsbók. Visnabækur dagsins lokka meira en Daviðs sálmar. Þessi staðreynd vekur manni hryggð. Látum okkur vera sam- mála um að einungis hinn yfirborðslegi vanþroski yptlr öxlum við þeim er lesa Biblíuna. Það er í sannleika ekki gamaldags einkenni að lesa og dáðst að ritum Bibliunnar. Það er Þvert á móti gamaldags að vera þeim ókunnur. Ja, ekki aöelns gamaldags. Það er blátt áfram óafsakan- legt. — Arthur Engberg. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.