Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 5
Frank Mangs svarar SPURNING: Ég er liarmiþrunginn, óhamingju- samur, fráfallinn maður. Ég er orðinn þreyttur á lífinu, þreyttur á sjálfum mér. Einskis hef ég iðr- ast eins biturlega í lífinu og þess, að ég skylrli yfirgefa Guð. Ég hef enga ró — hvorki nótt né dag. Ég er alls staðar heimilislaus, bæði meða.l heimsins fólks og lifandi trúaðs fólks. Heitast af öllu þrái ég það, að mega koma aftur til Guðs, en mér finnst það vera alveg ómögulegt. — Hvað á ég að gera? Óhamingjusamur fráfallinn maður. SVAR: Fyrst af öllu vil ég segja það, að þú átt mína dýpstu hluttekningu. Enginn einn hópur manna er til í heiminum, sem ég hef eins djúpa samúð með, sem hinum fráföllnu. Mér finnst ég skynja óhamingju þeirra betur en nokkurra ann- arra manna. Það hlýtur að vera skelfilegt að minn- ast þess, að hafa átt Iifandi samband við Guð himinsins, og samtímis að vita það, að sambandið er rofið, og viðkomandi hefur ekki styrk til að trúa því, að hann geti komizt í samband við Guð á ný. En ég vil segja þér frá nokkru öðru, það er frá því, að það er til frelsari, sem hefur dýpri samúð með þér en nokkur maður. Strax í Gamla testamentinu segir Guð fyrir munn spámannsins: „Hverfið aftur þér fráföllnu, og ég vil lækna frá- hvarfssvndir yðar.“ Skyldi þá ekki miskunn Guðs vera eins mikil, eftir að kross Krists var reistur á Golgata og Jesús dó til þess að friðþægja og frelsa fallinn heim? Ég trúi því, að jafnvel Júdas, svikarinn, hefði fengið fyrirgefningu og uppreisn, ef hann með iðr- andi hjarta hefði flýtt sér til Golgata og varpað sér niður við Jesú kross. Guð hefur sagt, að „blóð- rauðar syndir skyldu verða hvítar sem mjöll.“ Guði sé lof, að fráfall þitt, vinur minn, hefur í engu breytt eðli Guðs. Hann elskar þig jafnheitt í dag og hann gerði þann tíma, sem þú gekkst í samfélagi við hann, og gazt hrærður af þakklæti litið í ásýnd lians og lofað hann fyrir fullvissu hjálpræðisins. Þyngsta óhamingja þín er ekki frá- fall þitt. Nei, það versta er, að þú þorir ekki að gefa þig frelsara þínum á nýjan leik. Þakkaðu Guði fyrir óróleikann, sem býr í hjarta þínu. Hann er sönnun þess, að Guðs Heilagi Andi hefur ekki yfirgefið þig. Þakkaðu Guði fvrir það, að þú getur ekki haldið áfram í syndinni með ró- lega samvizku. Þetta er sönnun fyrir því, að þú ert ekki forhertur. Þakkaðu Guði fyrir það, að þú finnur, að þú átt ekki heima með hinum ófrelsuðu, því að það sýnir þér, að þú tilheyrir ekki þeiin liópi manna. Ef þú aðeins i hlýðni og trú vogar að gefa þig algerlega á vald frelsara þín- um, þá mun allt verða gott aftur. Gott væri, ef þú þekktir lifandi trúaðan mann í umhverfi þínu, þá gætir þú gengið til hans og liann mundi vilja leið- beina þér og biðja með þér. Guð notar oft menn, sem verkfæri sín, til að leiða verk sitt til sigurs í lífi annarra manna. I öllu falli, flýttu þér að gef- ast Guði að nýju. 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.