Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 7
Honum var sagt að hann skyldi ganga á gaddaskóm, og gaddamir áttu að koma upp í iljamar. Og um leið og hann sœi Benares, „hinn heilaga stað", mundi hjarta han öölast frið. frá þessu öllu saman, en þorir það ekki, því að hvað tekur þá við? Hann veit ekki hvað hann á að gera. Honum finnst hann hvorki geta lifað né dáið. 1 örvæntingu og ólýsanlegum þjáningum, varpar hann sér endilöngum á jörðina. Maður nokkur kemur gangandi sama veg. Hann sér þann sem er undir trénu og nemur staðar. Svo gengur hann þangað og setzt niður. t)r vasa sínum tekur hann hók og fer að lesa í hljóði fyrir sjálfan sig. Maðurinn á naglreknu skónum heyrir það og lyftir höfðinu ofur hægt. Hann nemur orð og orð á stangli, og undrandi setzt hann upp. En ennþá heyrir hann ekki eins vel og hann vildi. „Lestu hærra, bróðir,“ biður hann. Maðurinn með bókina kemur sér þægilega fyrir og les með skýrri og hlýlegri rödd: „Sá sem trúir á Soninn hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast Syninum skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ Hér grípur píla- grímurinn frammí fyrir honum með orðunum: „Vilt þú ekki útskýra fyrir mér, hvað þú ert að lesa? Þetta hef ég aldrei heyrt fyrr.“ Og maðurinn með bókina útskýrir hinn rétta biblíulega hjálpræðisveg fyrir manninum með gaddaskóna. Allan síðari hluta dagsins sitja þeir undir trénu. Þeir ýmist lesa eða tala saman um efnið, sem lesið er. Pílagrímurinn hlustar og spyr. í hjarta sínu finnst honum vera að kvikna undur- samlegt hlýtt og milt ljós. Hann hrópar frá sér numinn af gleði: „En getur þetta allt saman verið satt?“ „Víst er það satt og rétt, þetta er heilagt Guðs eigið orð.“ „Heldur þú þá, að vegurinn til hjálpræðis sé bara að trúa?“ „Já, Guð segir sjálfur að svo sé, en þú skalt ekki trúa hverju sem er eða hverjum sem er. Þú átt að trúa á Jesúm Krist. Hann er frelsarinn, sem Guð gaf okkur.“ „Ert þú viss um, að það sem þú hefur lesið eigi líka við mig?“ „Auðvitað, hér stendur: til þess að hver sem trúir, hafi í samfélaginu við hann eilíft líf.“ „Hvað á ég að gera?“ „Þú skalt trúa á Jesúm af öllu hjarta og þakka honum fyrir hjálpræðið.“ „Hvernig á að þakka Guði?” — Þú aðeins beygir kné þín hér, og hann sýnir pílagrímnum hvernig, svo segir þú: „Ég þakka þér, góði Guð fyrir hjálpræðið í Jesú Kristí." „En ekki get ég gert það hér! Ekki er Guð hérna?“ „Auðvitað er hægt að leita hans hér. Hann er reyndar alls staðar. Og hér, í hans eigin orði er hægt að finna hann.“ Pílagrímurinn býst til að krjúpa niður, þegar hinn tekur í handlegg hans og segir: „Bíddu augna- hlik. Farðu fyrst úr gaddaskónum þínum! Þeir koma ekkert hjálpræðinu við.“ Pílagrímurinn leysir af sér skóna með skjálf- andi höndum og lætur þá til hliðar. Því næst krjúpa þeir báðir til bæna. Þegar þeir rísa á fætur aftur, spyr hinn nýfrelsaði: „Hvert fer þú nú?“ „Til baka til húss míns.“ „Til hvers varst þú að ferðast?“ „Til þess að reyna að bjarga slíkum, sem þér og leiða þá til Krists.“ „Má ég fylgjast með þér heim til þín?“ „Svo sannarlega. Þú þarft líka að taka niður- dýfingarskírn í Jesú nafni. Og einnig þurfa særðir fætur þínir tíma til að Iæknast.“ Þegar báðir mennirnir eru í þann veginn að yfirgefa þennan skuggsæla stað undir trénu, snýr hinn nýfrelsaði sér við og augu hans staðnæmast við skóna, þar sem hann sér þá yfirgefna undir trénu. Þögull horfir hann á þá góða stund. Svo segir hann, meðan feginsbros líður yfir tært og kinnfiskasogið andlitið. „Verið sælir, gömlu naglreknu ilskór. Nú þarfn- ast ég ykkar ekki meir, því að nú hef ég fundið hjálpræðið.“ Glaður í bragði gengur hann burt. Jesús og syndarinn hafa mætzt nú, eins og svo oft áður. Garðar Loítsson l>ýddi. 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.