Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 36

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 36
Endirinn nálgast óðum Árið 1967 var atburðaríkt ár. Við skynjuðum vaxandi gerjun, ólgu og óróleika í mörgum lönd- um heims. Við urðum vitni að stjómarbyltingunni í Grikklandi. Við heyrðum talað um kynjjátta- óeirðir í vaxandi mæli. Þá gátum við ekki lokað augum okkar fyrir því að lögmálsbrotum fjölgaði mjog, bæði í okkar eigin landi, sem og með öll- um þjóðum. Mesli alburður ársins var þó tvímæla- laust sá, er Israel tók Jerúsalem 7. júní. Þetta var atburður, sem áreiðanlega markar djúp spor í framvindu mála, ekki aðeins fyrir Israel, heldur heimssöguna, því Heilög ritning talar fyrirfram um þann atburð, sem dyr eða inngang að nýjuin þætti eða kafla í ráðsályktun Guðs. Nokkrir glöggir biblíuskýrendur hafa bent á þá staðreynd, að á árinu sem leið — 1967 — voru rétt 50 ár liðin frá því að Jerúsalem var frelsuð undan oki Tyrkjaveldis. Hér þykir biblíufróðum mönn- um, sem þeir sjái spádómleg fingraför. Það er ekki heldur hægt að neita því, að þetta er einkar athyglisvert fyrir augum okkar. Það er auðvitað of snemmt að segja neitt um það, hvað muni ske á árinu 1968. En ef þróunin lieldur áfram í Iíkingu við það, sem raun bar vitni á árinu sem leið, þá er það mjög sennilegt að þetta ár verði enn örlagaríkara, en árið 1967. Það er undir því komið, hvað við erum komin nálægt hinum allra síðustu atburðum. Stór hluti af lesendum blaðsins minnist þess, að á sínum tíma var árið 1953 talið mjög ískyggilegt ár. Margir atburðir er skeð hafa síðan, hafa af- hjúpað margt af því, er sagt var fyrir 1953, og var þá talið fjarstæða eða hreinir öfgar. Sannleikur- inn er þó sá að árás á Norðurlönd, sem fram kom í spádómum að væri í undirbúningi, hafði þá raun- verulega verið skipulögð, leynilega. Það er okkur flestum í fersku minni, að Hvítasunnuhreyfingin um allan heim leit á árið 1953, sem mjög tvísýnt ár og tímamót. Það var einmitt vegna þessa, er Heilagur Andi hafði opinberað á mörgum stöðum, að Hvítasunnuhreyfingin í öllum löndum ákvað að hafa bænaviku sem spannaði um alian heim. Við erum ekki í neinum efa um, að þær sterku bænii sem þá stigu upp til Guðs, voru heyrðar. Dauði Staiins snemma á því ári var athyglisverð- ur í þessu sambandi. Margir telja, að þar hnfi fingur Guðs opinberast. En við verðum að hafa það ljóst fyrir okkur, að það sem skeði var ekki upphafning á því sem koma mundi, heldur aðeins frestur. Auðvitað getur enginn maður með neinni vissu slegið því föstu hvenær óveðrið skellur á. En liins vegar er það mjög margt sem bendir í þá átt, að hið komandi óveður nálgist með hraða. Eins og allir vita sem þekkja Ritninguna, er tíma endalokanna lýst sem tíma mikilla náttúru- liamfara. Áreiðanlega hafa allir veitt því athygli, að einmitt á dögum núlifandi kynslóðar liafa geis- að ótrúlega miklar náttúruhamfarir. Stjörnufræðingar um allan heim hafa hugsað mikið og rökrétt um atburð, sem muni eiga sér stað í júnímánuði næstkomandi. Þá mun smástyrnið Ikaros fara inn á braut jarðarinnar. íkaros er einn og hálfur kílómeter frá barmi til barms og vegur 1,4 milljarðar tonn. Það er ekki vitað að nokkru sinni hafi þetta skeð áður, að smástyrni hafi komið svo nálægt jörðunni, sem verður í þetta sinn. Ýmsar tilgátur heyrast frá stjörnufræðingum um það, hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir okk- ur sem lifum á jörðunni. En enda þótt við viljum ekki segja neitt um það, að þetta hafi neina alvar- lega atburði í för með sér fyrir jörðina, þá er ekki fjarri að hugsa sér að það gæti ollað náttúru- 36

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.