Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 43

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 43
sem hægt var og þeim lánuð blöð og bækur o. fl. í byrjun desember var fariS aS láta jólapakka um borS í þau íslenzk skip sem vitaS var um aS ekki yrSu í heimahöfn um jólin. Voru alls gefnir 190 pakkar til íslenzkra sjómanna, og 22 til erlendra, en auk þess voru þeim gefin 160 Nýja testamenti í staS jólapakka. Um jólin voru haldnar 3 sjómanna-guSsþjón- ustur í Salem. Sú fyrsta var auglýst á jóladags- kvöld fyrir alla þá sjómenn sem hér voru í höfn, en áttu ekki heimili hér. Voru þar samankomnir íslenzkir og erlendir sjómenn. FariS var með Guðs orð á íslenzku og ensku og jólasálmarnir sungnir sameiginlega. Drottinn blessaði þetta dásamlega og gaf sanna jólagleði. Þá var sezt að hátíðlegu kaffiborði og þess notið sem þar var fram borið. Síðan var tekið til við jólapakkana og dregið um þá, að auki var svo dregið um stærsta pakk- ann, en það var stór, innrömmuð Kristmynd. Hlaut hana enskur sjómaður. AS kvöldi 2. jóladags og laugardags 30. des. var svo aftur komið saman með svipuðu sniði, en auk þess voru þá sýndar' íslenzkar litskuggamyndir. Allt fór þetta mjög vel fram, og var ávallt endað með því að allir risu úr sætum og báðu „Faðir vor“, hver á sínu máli. Á eftir skrifuðu svo margir nýárskveSjur til ættingja og vina. Var greitt fyrir miklu af pósti frá sjómönnum á árinu. Fri kafliboði sjómanna & jóladag 1967. Frá Gundu Liland Eins og margir lesendur Aftureldingar vita, hefur Gunda Liland, kristniboði í Swazi- landi verið styrkt fjárhagslega frá Hvíta- sunnumönnum á íslandi í mörg ár. Þeim sem það hafa gert á einn eða annan hátt, má segja það til mikillar gleði, að starf hennar og þeirra hjóna, hefur borið ríkulega ávexii, og því meiri sem árin hafa liðið. Brýn þörf hefur verið á því, að byggja biblíuskóia í Swazilandi fyrir innlenda unga menn, sem vilja gefa sig út sem trúboðar. Gunda Liiand hefur ferðazt um í Noregi til þess að safna peningum fyrir þetta nauðsynja- mál. Miðað við íslenzka peninga kostar það kringum kr. 400,000. Hefur þegar verið sent frá Islandi ca. 40.000 kr. til að efla þennan sjóð, svo að framkvæmdir geti haf- izt sem allra fyrst. Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík mun halda áfram að taka á móti gjöfum til kristniboðsstarfs Gundu Lilands Má það gleðja alla, sem styrkt hafa þetta starf frá upphafi, hve farsællega það hefur gengið fram. 36 guðræknisstundir með sjómönnum voru haidn- ar um borð í skipum. Við þökkum Guði fyrir þess- ar samverustundir með sjómönnunum og erum þess fullviss að þeir munu einnig eiga sérstakar minningar héðan. Það mun því verða haldið áfram á þessari braut í Drottins nafni. Vér væntum þess að fleiri komi til móts við okkur, svo að hér geti risið upp í náinni framtíð fullkomið sjómanna- heimili. Vér biðjum Guð að blessa sjómennina, og halda vernd sinni yfir þjóðinni í heild til lands og sjávar. „Dýrð ég flyt þér, Drottinn mildi. Dýrð fyrir að þú heyrir bæn.“ F. h. Salem sjómannastarfsins. Sigfús B. Valdimarsson. 43

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.