Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 40

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 40
MARTIN GRAN: Mun árið 1968 verða vakningarár? Á síðastliðnu ári var GuS’ okkur sannarlega góSur. Hans varSveitandi náS gefur okkur ástæð’u til þakklætis. Nýjar sálir áunnuzt, skírnarvatniS var víSa á hræringu og kraftur Guðs opinberaðist með fyllingu Andans og í lækningaundrum. ÞaS var allt GuSs náS að þakka. Mitt í þessu öllu finnum við þó til hryggðar. Árangurinn svarar ekki til erfiðis hinna kristnu. Vera má, að við höfum slæma samvizku af því hvernig starfið var unniS. Var það kærleikur Krists, sem knúði okkur? Var starfiS rækt sam- kvæmt skipun Meistara okkar? Vera má, að við höfum allir náð of skammt og við verðum um áramótin að biðjast fyrirgefningar á víxlsporum og ónotuðum tækifærum, þannig er því a.m.k. farið með mig. „Drottinn fyrirgef.“ Bæn okkar um fyrirgefningu hefur Drottinn heyrt og allt, sem er játað fyrir honum, er hulið í hans dýrmæta blóöi. Þá getum við með DavíS lofað Drottin fyrir, að hann tilreiknar okkur ekki misgjörðirnar og gengið mót nýju ári án sektar og dóms yfir lífi okkar. Við megum gleyma því, sem að baki er og sækjast eftir því, sem fyrir fram- an er. Guð gefur okkur á ný möguleika til að sýna alvöru okkar og ákvörðun í að lifa honum algjörlega. Það er ætlun Guðs, að við lærum af reynslunni og notum náð hans til þess að sigra, þar sem við áður glötuðum tækifærum. Við verðum á8 fyllast Andanum. Stærsta þörf okkar á árinu 1968 er áreiðanlega sú að fyllast af Heilögum Anda. Ef Andi Drottins fær að fylla okkur, mun lífsstraumur vakningar- innar velta fram. Úr lífi þeirra sem trúa á mig, sagði Jesús, munu renna straumar lifandi vatns, og átti þá við Andann, sem koma mundi. Allir Hvítasunnumenn og flest Guðs börn eru sammála um þörfina á fyllingu Andans. ÞaS er þörf á stormviðri Heilags Anda, segja menn. Sú spurn- ing leitar þá á huga minn: Vill Guð ekki fylla með Anda sínum? Verðum við að bíða eftir, að hans tími komi? ESa hefur tíminn flogið frá okk- ur? Með öðrum orðum. Er ekki hægt að bæta úr þessum andlega skorti? Samkvæmt Guðs Orði og reynslu hinna trúuðu skil ég það þannig, að Guð muni á síðustu tímum úthella af Anda sínum yfir allt hold. Pétur postuli vitnar í Jóel spámann varð- andi síðustu daga og segir, að koma Heilags Anda í Jerúsalem, hafi verið uppfylling þessa fyrirheitis. Við lifum á síðari hluta náðartímabilsins. Fvrir- heitið um síðustu tíma hlýtur því að eiga við okk- ar daga. Pé'u r flutti það fyrirheit á hvítasunnu- dag, að giöf Heilags Anda tilheyrði öllum, sem fengju að heyra boðskapinn um Jesúm (Post.2,39). Lindin er opin, og okkur stendur til boða að bergia af henni. Vopnabúrið er fengið okkur til umráða. Við eigum þess kost að íklæðast alvæpni Guðs, segir posUilinn Páll. Við þurfum ekki að biðia Guð um að ljúka upp himninum. í fórnar- dauða Jesú hefur liann opnaö nýjan og lifandi veg, alla leið inn í hinn himneska helgidóm. Spámaðurinn Esekíel var leiddur til að stíga út í fljótið, sem hann sá í sýn (Esek. 47). Allt var til reiðu, blessunin bíður okkar, sem nú lifum. W. Skibsted syngur í einum sinna innblásnu sálma: Goldin er syndin, Golgata lindin sýknunar eini sáttmálinn var. Frelsisins straumar, fagrir sem draumar berast frá Guði, sem bænanna svar. Olían rennur, Eldurinn brennur hlýðninnar gullna altari á. . . 40

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.