Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 9
£. W. LAWRENCE : Hvernig Chiang Kai Shek varð kristinn Frásögnin um það, hvernig æðsti hershöfðingi Kínverja. Chiang Kai Shek, kom til trúar á Krist, er undursamleg sönnun um náð Guðs. Hann var fæddur í kínversku smáþorpi, þar sem allir for- feður hans höfðu verið bændur. Faðir hans dó, er hann var 9 ára gamall, og var hann þess vegna alinn upp af móður sinni. Á þeim tíma sem „Manchu-fyrirkomulagið“ ríkti, var ömurlegt ástand í landinu. Mútur, lög- leysi og ranglæti í allri þjónustu, var á vörum allra manna. í þessu umhverfi óx hinn ungi Chiang upp og lifði bernskuár sín. Á tíma byltingarinnar 1911, var hann 25 ára gamall og tók á móti kenningum flokksins og gekk í lið með þeim. Nokkrum árum seinna stjórn- aði Chiang Kai Shek sinni eigin hirðingjasveit. í þessari hersveit voru mjög samvizkulausir og óupp- dregnir fylgjendur hans. Svo mannmargir voru þeir, að þeir gátu gert álilaup á kínverska borg, og þvingað hina óttaslegnu íbúa borgarinnar að hlýða sér tafarlaust. Hús voru rænd, lögð í rústir og menn deyddir. Ekki einu sinni kristniboðstöðinni var hlíft af þessum árásarmönnum. Eftir 24 klukku- stundir var allt lagt í rústir og kristniboðinn varð að horfa á, hvernig 30 ára samvizkusamt starf hans var brotið niður. Chiang Kai Shek lét sér þetta allt vel líka. Afstaða hans til kristinna manna var hin sama og Sáls frá Tarsus. En eins og Sál, átti hann eftir að breytast í auðmjúkan við veltum hlutunum fyrir okkur, verðum við að viðurkenna þann mikla ríkdóm og hamingju, sem kristið heimili er. Mættum við gera það að bæna- efni okkar, að við öðluðumst sömu fjölskylduvakn- ingu, sem Nói fékk að reyna, þar sem faðir, móðir og öll börnin völdu þann lífsveg, að ganga inn í frelsisörk Guðs. lærisvein Jesú Krists. Eftir að búið var að brenna heimili kristniboðans og sjúkrahús lians, sagði krismiboðinn, sem einnig var læknir, við Chiang Kai Shek: „Herra, herforingi, mig langar til að biðja yður bónar.“ „Þú hefur ekki leyfi til þess,“ svaraði hershöfð- inginn, þurrlega. „En hvað er það, eiginlega sem þú vilt biðja um?“ „Kristniboðinn, sem var fylltur af kærleika Krists mælti: „Herra, þér liafið eyðilagt starf mitt, og brennt sjúkrahúsið lil kaldra kola. Nú hef ég ekkert hér að gera lengur. En viljið þér gera mér þann greiða að lofa mér að fylgja yður til þess að geta hjúkrað særðum hermönnum yðar?“ Aldrei á ævi sinni hafði Chiang Kai Shek heyrt slíka beiðni, og undir þvílíkum kringumstæðum. Undrandi mjög gaf hershöfðinginn honum leyfið. Þegar hershöfðinginn seinna meir, skýrði konu sinni frá þessum atburði, fór hún að benda hon- um á, að líklega hefði þessi kristniboði verið að sýna í verkum reglur sinna trúarbragða. „Ef svo er,“ svaraði hann, „að þetta séu reglur trúarbragða þeirra sem þessir útlendingar prédika, þá vil ég verða kristinn.“ Og liann varð það. Hann bað til Guðs um náð og fyrirgefningu. Bænir hins iðrandi herforingja komu fram fyrir hásæti Guðs og voru heyrðar vegna fórnardauða Jesú Krists. Árið 1936 var honum rænt og hann settur í fangelsi, af einum fyrrverandi hershöfðingja hans. Konan hans fylgdi honum að eigin ósk, og varð með honum í fangelsinu. Á þeim tíma, sem þau voru þar, fengu þau kraft og styrk við lestur Guðs orðs. Og fyrir vitnisburð þeirra hjónanna, snérist herforinginn, sem fangelsaði þau, til trúar á und- ursamlegan hátt. Og þegar í stað fengu þau frelsi sitt aftur. 9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.