Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 4
hefði riftað heilögum heitum við dóttur sína. Og vegna svona framkomu mundi allur söfnuðurinn líða vanvirðu bæði inn á við og út á við. Edith krafðist þess að forstöðumaðurinn sýndi honum út frá lögmálinu, að svona ættu ungir menn ekki að haga sér. Auðvitað mætti ungi maðurinn vita það, að brigð hans við Karínu, eins og hún orðaði það, skildu eftir blæðandi sár í hjarta hennar. Um Karínu sjálfa, sem var fríðleiks stúlka 18 ára gömul, má geta þess, að hún tók þetta nærri sér, og það var almennt álit fólks, að hennar harmur væri ekki minni en móðurinnar. Frú Hildegard Strömberg afsakaði ekki fram- komu sonar síns í neinu. En hún leit þannig á málið, að þar sem kynning barna þeirra leiddi ékki til gagnkvæmrar virðingar og kærleika þeirra á milli, og ekki var heldur um trúlofun að ræða þeirra á milli, væri hyggilegra fyrir þau að spyrna við fótum strax, áður en stærri erfiðleikar kæmi á milli þeirra. Þetta var þá orsökin fyrir því, að sá kuldi og fáleiki var kominn á milli þessara tveggja fjöl- skyldna, sem fyrr er að vikið. Af því leiddi, að fjölskyldur þessar voru alveg hættar að heimsækja hvor aðra. Ef fjölskyldurnar hittust við kirkjuna, heilsuðust þær helzt ekki. En kæmust þær ekki hjá því, voru kveðjur stuttar, kaldar og innilokaðar. Helzt reyndu báðir aðilar að sniðganga hina, og það gefur að skilja, að andrúmsloftið var ekki ævin- lega létt í kringum þau. Bróðurkærleikurinn hafði sem sagt fengið högg, svo að hann riðaði við. Frú Hildegard Strömberg virtist líða mest fyrir þetta. Innra með sér fann hún, að þetta var ekki eins og það átti að vera á milli kristins fólks. En hvaða leið gat hún farið til þess að breyting vrði á þessu? Hún þekkti þá leið og fór hana líka. Það var bænaleiðin. Hana tók það svo þungt, að vita til þess að tvær fjölskyldur í sama söfnuði væru í ósátt. Hvílík hryggð, sem þetta mætti valda Guði og málefni hans. Ómögulegt var að breyta því, sem orðið var, og nú var ekki heldur annað sjáanlegt, en Karína væri alveg komin yfir sökn- uðinn, og meira að'segja var altalað, að hún væri búin að finna góðan lífsfélaga í háskólabænum. Það var því bæði ástæðulaust og heimskulegt, að fjölskyldurnar sniðgengju hvor aðra endalaust og gætu ekki lifað saman í friði, eins og kristnum bæri. Og bænin var leiðin, sem hún vissi, að mundi leiða til sigurs. Seinnihluta sumars veiktist frú Olsson. Fyrst hélt hún að þetta væri aðeins meinlaust kvef, en það ágerðist þó meir og meir. Dag einn var læknir sóttur, og eftir að hann hafði skoðað hana mjög nákvæmlega, lagði hann svo fyrir mann hennar, að hún yrði að leggjast sem allra fyrst inn á sjúkra- hús. Þetta fannst frú Olsson mjög miður. Hún sakn- aði þess að geta ekki notið sumarblíðunnar lengur, og svo voru það sjóböðin, sem hún saknaði ákaf- lega. Ósköp fannst henni þetta leiðinlegt að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús á þessum tíma árs. Læknirinn sagði henni, þegar hún spurði hann nánar um sjúkdóminn, að það væri vírussjúkdóm- ur, sem léti ekki eins mikið yfir sér og hann væri þrálátur og illur viðureignar. Hann orsakaði hita og máttleysi. Fyrst væri að finna orsök hans sagði læknirinn, og síðan ráðumst við að óvininum og sigrum hann. Vikurnar sem nú fóru í hönd voru þungbærar fyrir frú Olsson, sem var full af áhuga og starfslöngun. Eitt sunnudagskvöld sagði frú Strömberg við mann sinn, að hún ætlaði að fara í heimsókn til Edith Olsson á sjúkrahúsið. — Eins og þér er kunnugt hefur verið fátt á milli okkar í langan tíma, eða alltaf síðan slitn- aði upp úr vinskap þeirra Bernts og Karínar. Það er vonum seinna, að ég reyni frá minni hlið að eyða þessum kulda, því að það er ekki hinn rétti kærleikur sem ræður, ef við getum ekki komizt yfir þetta. — Gerðu eins og þér svnist, en bað kæmi mér ekki á óvart, þó að bú fengir kalt handtak, þegar þú kemur þanttað. Edith er ákaflefta stollt kona, og henni fannst heiðttr sinn setja niður, þegar bandið slifnaði milli unglinganna. Frú Hildegard S'römberg fór á siúkrahúsið fyrsta dag, sem heimsókn var leyfileg. Hún hafði keypt fallegan blómvönd til þess að gefa siúklingnum. I hjarta sínu óskaði hún og bað, að bað yrðu engir í heimsókn hjá frú Olsson, er hún gengi inn á stofuna til hennar, því að henni fannst bað mundi verða léttara fyrir þær báðar, að bær hitt- Framliald á bls. 34 4

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.