Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 20
Og Ijúka við hann í skyndi RœSa, er flutt var viS guSsþjónuslu Fíladelfíusafn- aSarins í útvarpinu sunnudaginn 22. oklóber s. I. Birt hér samkvæmt ósk margra. „Þá kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríassonar í óbyggðinni.“ (Þriðji kafli Lúkasarguðspjalls). En á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu og segir: „Gjörið iðrun, því að himnaríki er nálægt. (Þriðji kafli Matteusarguðspjalls). Á bænadegi þjóðkirkjunnar þetta ár, lagði biskup Islands fyrir prestana og söfnuði, að biðja um trúarvakningu á íslandi. Um sama var beðið árið þar á undan. Allir kristnir menn hafa sjálfsagt glaðzt yfir þessu og verið fúsir að vera þátttakendur í þess- ari bæn, og var ég einn af þeim. En bænaefni þetta kallar fram alvarlega spurn- ingu: Erum við, sem biðjum um vakningu, reiðu- búin að greiða verðið, er trúarvakning kostar? myndin er af Guði, sem við eigum í hjörtum okk- ar, þannig verður líf okkar. Guð er kærleikur. Og hann hefur sent son sinn til þess að vera „friðþæging fyrir syndir vorar“ (1. Jóh. 2,2). Síðan eigum við að trúa á umhyggju Guðs dag- lega fyrir lífi okkar. Biblían segir, að jafnvel þótt móðir geti gleymt brjóstbarni sínu, getur Guð ekki gert það. Ef þér hafið slíka mynd af Guði í hjarta yðar, getið þér ekki annað en verið glöð. Þegar þér áttið' yður á þessu, leiðir það til þess að þér hljótið að láta orð falla til annarra um gæzku og miskunn Guðs. Þér verðið þannig sálnaveiðari fyrir Krist, því að þér fyllið umhverfi yðar með sól og söng. Allir ættu að vera sammála um, að réttur mæli- kvarði á það, hvað raunveruleg trúarvakning er, sé Heilög ritning. Við hverfum til hennar í dag. Fyrsta trúarvakningin sem Nýja testamentið talar um, er vakningin á dögum Jóhannesar skír- ara. Lúkas guðspjallarmaður lýsir upphafi hennar með orðunum sem ég las í upphafi: „Þá kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríassonar í óbyggð- inni.“ Orð Guðs kom til hans. Lífið kom til hans. Vakning byrjar alltaf á Orði Guðs, á lífinu. „I upþhafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. ... í því var líf og lífið var Ijós mannanna.“ Þetta lífgefandi orð, sem ræður yíir eilífu lífi, leitast við að komast inn í hjörtu manna, eins og birta sólar inn í hýbýli þeirra. f óbyggðinni var maður, er búinn var að ein- beita sér í bæn í langan tíma. Ástundun hans, var altæk í því, að stunda heilagt líf og þekkja Guðs vilja. Dag einn er hann orðinn alveg viss um, hvað Guð vill með líf hans. Hann gengur fram í óbyggð- inni og hrópar, eins og lúður gylli: „Gjörið iðrun því að himnaríki er nálægt.“ Lúðurhljómurinn var skýr. Enginn gat villzt á honum. Áhrifunum af boðskapnum er lýst þannig: „Þá kom Jerúsalem út til hans og öll Júdea og allt landið umhverfis Jórdan og þeir létu skírast af honum í ánni Jór- dan og játuðu syndir sínar.“ Öldum áður hafði guðmaðurinn Amos sagt þessi orð: „Verður lúðurinn svo þeyttur að fólkið flykkist ekki saman í angist?“ Nú liafði maðurinn í óbyggðinni blásið í þennan lúður. Sömu áhiif: Fólkið flykktist saman í angist og játaði syndir sínar og snéri sér til Guðs. Einkenni á biblíulegri trúarvakningu, er: Iðrun 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.