Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 44

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 44
Þegar rithöfundurinn sem samdi söguna Ben Húr frelsaðist Margir í hinum kristna heimi þekkja vafalaust nafnið á rithöfundinum er samdi hina frægu sögu: „Ben Húr“. Það var sú bók, sem veitti honum heimsfrægð. Á meðan hann vann að bókinni fann hann Krist. Einn af vinum hans segir svo frá: — Ég hafði einmitt lesið þessa bók, þegar rit- höfundurinn Lewis Wallace kom til þess að heim- sækja mig. „Þessi bók hefur raunverulega haft mjög góð áhrif á mig“, sagði ég, „og áreiðanlega mun ég lesa hana aftur.“ Wallase varð harla glaður við, og ég spurði, hvernig stæði á því að honum hefði tekizt að skrifa svo skemmtilega bók. Eftir stundar um- hugsun svaraði hann: — Já, úr því að þig fýsir að vita það, skal ég segja þér frá því, og þá muntu komast að raun um, að vegir Drottins eru æðri okkar. vegum. — Ég var þekktur sem harðskeyttur guðsafneitari, og hafði varpað kristindóminum fyrir borð. Robert Ingersoll, sem var leiðtogi guðsafneitara, var einn af nánustu vinum mínum. Það var á þeim tímum, er ég fór frá sem landstjóri í ríkinu Arizona og fór burt þaðan. í félagsskap mínum var einmitt Ingersoll. Þegar við nálguðumst borgina St. Louis vor- um við að tala saman um kristindóminn. „Finnst þér það ekki undarlegt, að reyndir og framsæknir menn skuli trúa kenningum er kristnar kirkjur boða?“ spurði Ingersoll. „Hvenær skilur fólkið það, að kenningar Biblíunnar eru ekkert annað en goð- sögn?“ Og þannig héldum við áfram samtali okk- ar í svipuðum dúr og um það, hvernig kristin- dómurinn inni þó stöðugt á. Skyndilega batt Ing- ersoll enda á samtalið og sagði: „Heyrðu Lewis, þú sem ert skýrleiks maður og þar að auki heim- spekingur, getur þú nú ekki útvegað sönnunar- gögn um það, að Kristur og kenningar hans sé ekkert annan en goðsögn, og að hann raunveru- lega hafi aldrei verið til. Ef þú skrifaðir bók á móti kristindóminum mundi það áreiðanlega gera þig heimskunnan og bókina metsölubók, og þetta framlag mundi slá kristindóminn til jarðar og fylgjendur hans..“ Uppástunga hans fékk hljómgrunn hjá mér og við héldum áfram að tala um þá útbreiðslu er bók mín mundi hljóta. Þegar við skildum lofaði ég vini mínum því að hefjast handa. Strax og ég kom heim til mín sagði ég konu minni frá öllu saman og var fullur ákafa. Hún tilheyrði Meþódistasöfnuði og varð mjög hnuggin. Ég aftur á móti var ákveðinn í því að sigla skipi mínu heilu í höfn, og hóf þegar að safna ýmsiim skjölum varðandi þetta efni, úr amerískum og enskum bókasöfnum, einkanlega sem snertu tíma þann og atburði, er Jesús lifði. I nokkur ár vann ég að þessu efni og þegar ég áleit að ég hefði næga undirstöðu, hóf ég að skrifa í miklum eldmóði og hrifningu. Þegar ég kom að fjórða kapítula, var eins og einhver segði við mig, að ég væri á rangri leið, og að Jesús og saga hans væri eins raunveruleg og saga Sókratesar, Platons, Júlíusar Sesars og margra annarra. Ég fór að íhuga þetta og sann- færðist um að það sem ég væri að skrifa stæði ekki heima við sjálfan raunveruleikann, síðan hlaut ég að skilja að frásögnin lýgur ekki. Þeirri sagnfræðilegu staðreynd um Jesúm væri ekki hægt að neita, og að það efni sem ég hefði viðað að mér sannaði þetta, bæði hvað Krist áhrærði og kristindóminn. Grundvöllurinn undir fótum mínum gliðnaði. Ég hafði byrjað að skrifa bók til þ ess að sanna að Jesús hefði aldrei verið til. En í vinnu minni í rannsókninni, varð ég neyddur til þess að viður- 44

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.