Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 18
Forsetinn §trauk yfir andlit sér furðu lostinn Trúboðinn Tommy Hicks kom til Buenos Aires í Argentínu snemma árs 1952. Hópur forstöðu- manna hafði myndað „fjölda trúboðsnefnd“, með það fyrir augum að fá trúboða til Argentínu, til að halda fjöldasamkomur. Slíkt hafði ekki veriÖ gert áður, undir samstjórn allra kristilegra trúar- hreyfinga. Öll gögn og skilríki voru fengin hjá hinu opinbera og sérstakt leyfi, til þess að halda þessar samkomur. Tommy vantaði stað þar sem voru 25 þúsund sæti. Torstöðumenn hinna mismunandi safnaða töldu aftur á móti 25 hundruð sæti kappnóg, þar sem evangeliskt starf var fremur takmarkað. Eins og framvindan varð í reyndinni, varð jafnvel trú Tommy of lítil. Tommy krafðist þess að fá að heimsækja forsetann. Landsstjóri nokkur sagði sögu þessa í okkar eyru og við óskum þess einnig að deila þessu út til annarra. Vopnaður varðmaður, dyravörður, stöðvaði hann og spurði fruntalega: „Hver ert þú, og hvað villu?“ Hicks trúboði sagði honum á hógværan hátt að hann ætlaði að halda vakninga- og lækningasam- komur. Því meir sem hann útskýrði alla málavöxtu, þess áhugasamari varð dyravörðurinn, unz hann sagði að lokum: „Er það sannfæring þín að Guð geti læknað?“ „Já, hann getur það og vill“, svar- aði Tommy. „Jæja, sagði vörðurinn, getur hann læknað mig?“ „Réttu mér liönd þína“, anzaði trú- hoðinn, og þarna á staðnum bað hann trúarbæn. Kraftur Guðs svall í líkama dyravarðarins og sam- stundis var verkurinn og sjúkleikinn horfinn. Maðurinn varð ákaflega undrandi yfir krafti Guðs, hann þuklaði á sér og sagði með furðu- hreim í röddinni: „Það er allt horfið — allur verkur er farinn“. Hann sagði Tommy að koma aftur næsta dag, og þá mundi hann vísa honum á fund forsetans. Tommy kom á tilsettum tíma næsta dag, og sami dyravörður heilsaði honum hjartanlega og fylgdi honum að hinum miklu dyrum á einkaskrifstofu forseta Argentínu. Forsetinn heilsaði Tommy og túlk hans, og bauð þeim alúðlega að setjast, og spurði um ástæðuna fyrir komu þeirra. Tommy Hicks útskýrði í megin atriðum þá þrá, er Guð hafði blásið honum í brjóst, að halda fjöldasam- komur á stórum opinberum stað, þar sem prentun væri óhindruð og útvarp sömuleiðis. Um það leyti þjáðist forsetinn af þrálátum húð- sjúkdómi er lýtti hann mjög, og enginn læknir hafði getað hjálpað. Þetta varð sífellt verra og verra og svo fór að lokum, að hann leyfði ekki að teknar væru af sér myndir. „Getur Guð læknað mig?“ spurði forsetinn. „Réttið mér hönd yðar,“ svaraði Tommy Hicks. Með spenntar greipar yfir stóru borði bað hinn smávaxni guðsmaður trúarhæn fyrir Peron forseta, einvalda Argentínu. Kraftur Guðs kom yfir forset- ann og Guð gerði samstundis kraftaverk náðar og miskunnar. Fyrir augum allra þeirra er viðstaddir voru, varð húð Perons forseta tandurhrein og mjúk sem á ungbarni. Furðu lostinn strauk hann hendi sinni aftur og aftur yfir andlit sitt og hrópaði: „Dios mio, estoy curado“ (Guð minn, ég er lækn- aður) .Hann sló út höndum á sinn sérstaka hátt og gaf Tommy allt það er hann fýsti. Atlantic íþróttaleikvangurinn með 25 þúsund sætum var leigður. Guð rétti þegar út liönd sína. 1 byrjun var ekki mikill fjöldi fólks, en þessi ný- ung spurðist brátt, að Guð væri að lækna, og fólkið kom í hópum. Vegna þess að brátt yfir- fylltist, var hinn mikli Huracan íþróttaleikvangur með 180 jtúsund sætum, sá stærsti í landinu, tek- inn á leigu. Hann hafði aldrei verið fullsetinn, hvorki á íþróttaleikjum eða á hátíðahöldum ríkis- 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.