Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 11
Maðurinn sem ekki var hœgt að taka af lífi I þorpinu Babbacome í Englandi, var maður nokkur, John Lee að naíni, ákærður fyrir morð. Þetta var 23. febrúar 1895. Maður sem hét Kayes, hafði verið myrtur. Samtímis fannst gömul kona, dáin í rúmi sínu. Það voru sterkar sannanir fyrir því, að John Lee væri sekut, en sjálfur nehaði hann því ákveðið. „Ég hef ekki gert það,“ sagði hann við fangavörð- inn í fangelsinu. „Guð veit að ég er saklaus, og hann mun aldrei leyfa það, að ég verði líflátinn. Guð hefur sagt mér að óttast ekki.“ En þrátt fyrir alla neitun hans, var hann dæmdur til dauða. Svo kom dagurinn, er hann átti að vera líflátinn. Hann var sóttur í klefa sinn og leiddur til gálgans. Þeir. sem áttu að vera vottar við aftökuna, stóðu þar fölir og þöglir, gripnir af alvöru þessa ofbeldis- fulla dauða. Fyrir framan fangelsisgirðinguna liafði fiöldi fólks komið saman. Nú var snörunni brugðið um háls Johns. og böðullinn lét hann stíga uop á hler- ann á aftökupallinum. Svo var reipið athugað, hvort bað væri í lagi. Dómarinn, Marcus Kavanger frá Chicago, bað vottana að athuga, hvort gálcinn og allt þar að lútandi væri eins og það ætti að vera. Þeir játuðu því. Fógetinn, sem var umboðsmaður vfirvaldanna, lyfti unp hendinni til tákns um að allt væri til- búið fvrir aftöku. En hlerinn féll ekki niður. John Lee stóð þar með snöruna um hálsinn án þess að nokkuð hefði sakað hann. Þetta var alveg óskilianlegt. Þeir athueuðu hlerann, og járnslána. En þar var engin bilun. Einu sinni enn gaf fógetinn merki. En allt kom fyrir ekki. Hlerinn féll ekki niður undan fótum hins dæmda, eins og hann átti að gera, frekar en í fyrra skiptið. Dómarinn gaf þá skipun um, að fara skyldi með John til baka í klefa sinn. Bálreiður yfir þessari hindrun kallaði fógetinn á nmsjónarmannin, og skipaði honnm að fara upp tröppurnar og stíga á hlerann. Hengingartaugin var þó ekki sett um hálsinn á honum, heldur átti hann að halda í hana. Nú var járnsláin dregin frá, og samstnndis féll hlerinn niður. Umsjónarmaðurinn missti af tauginni, féll niður og lærbrotnaði. John var þegar sóttur og látinn stíga út á hler- ann. í þriðja skipti rétti fógetinn upp hendi sína, til tákns um að draga járnslána frá. Þetta var gert, en hlerinn féll ekki. John stóð áfram eins og í fyrri skiptin. Þá varð fógetinn hræddur og sendi skevti til dómsmálaráðherrans, og spurði hvað gera skyldi. Svar kom ttm hæl. „Framkvæmið dauðadóminn!" Mannfjöldinn, sem hafði safnazt saman fvrir framan fangelsið, var nú orðinn órólegur. Mörg- um fannst það lýsa of mikilli grimmd, að draga þetta svona á langinn. Stimum fannst það réttast að hætta við aftökuna. En skipun ráðherrans varð 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.