Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 26
HÁKON HANSSEN: IIRINGT UM MIÐJ Getur verið, en mamma er búiri a3 biða riógu lengi. Hún er búin aS eiga allt oi margar svefnlaua Símstöðin litla stóð á hæð nokkurri, sem lyfti sér eilítið yfir önnur hús í kaupstaðnum. Gurine -Haldorsen hafði verið alal símstöðvar- stúlkan hátt í hálfa öld. Það var einmitt jþegar hún var barn, sem foreldrar hennar byggðu húsið á hæðinni og tóku símslöðina að sér. 1 byrjun voru það ekki nema 20 símnotendur, en nú voru þeir komnir á annað hundrað. Tvær aðrar smástöðvar höfðu verið lagðar niður, svo Gurine varð að yfirtaka viðskiptavinina frá þeim stöðvum. Það hafði verið mikið að gera þennan dag, sem var sunnudagur. Það var ómögulegt að loka stöðinni á réttum tíma, þess vegna kom næstum tvöföld vinna á þennan dag. Ferðafólk var óvenju- margt, sem þurfti að fá afgreiðslu, svo og aðrir viðskiptavinir, sem voru fleiri en venjulega, svo að síminn stanzaði aldrei. Fröken Haldorsen var því ákaflega þreytt, þegar hún loksins hætti störf- um kl. 11 um kvöldið. Það er bezt að ég leggi mig bara til hvíldar í öllum fötum, hugsaði hún með sér. Hún vissi hvort sem var, að það mundi líklega ekki verða næðis- samt úr því þessi óregla var komin á. Þá vissi hún líka um veika konu í nálægri sveit, sem ef til vill þyrfti að hringja á sjúkrabifreið á þessari nóttu. Þetta var hún að tala um við sjálfa sig áður en hún lagði sig fyrir, með heklaða axlaslagið slegið yfir sig, er hún hafði sjálf heklað sér. Til öryggis setti Iiún neyðarklukkuna í samband. Það var bezt að vera viss um það að hún vaknaði, enda þótt að hún sofnaði nokkuð fast. Eins örþreytt og hún var, mundi sú hringing verða nógu hávær lil þess að vekja hana, hversu fast sem hún svæfi. — Halló! Það er miðstöðin. Það er sambandslaust og enginn svarar. Og ennþá svarar enginn. Gurine Haldorsen titrar á beinunum. Hafði henni misheyrzt? Hafði hún gengið í svefni? llún lítur á klukkuna, sem er háif eitt. Enda þótt að ekki sé orðið meira framorðið, fannst henni sem hún hefði sofið heila nótt. Óðara en hún hafði lagt sig aftur á legubekk- inn, var hringt að nýju. Löng og stutt hringing. Þá uppgötvaði fröken Gurine, að hringingin kom ekki frá miðstöðvarborðinu, heldur frá útidyrun- um. í hálfmyrkri næturinnar, sér hún að ungur mað- ur stendur á tröppunum. — Ég þarf nauðsynlega að ná símasambandi við fæðingarsveit mína, sagði hann og röddin skalf eilítið. — Er það lífsnauðsynlegt? spurði fröken Hal- dorsen, með stírurnar í augunum. — Athugið, ungi maður að ég þarf að vekja upp þrjár mið- stöðvarstúlkur til þess að ná sambandi við þessa sveit. Þrjár símstöðvarstúlkur þarf að rífa upp úr þeirra sætasta svefni. Þar að auki kostar þetta símtal mikinn pening fyrir yður. Ungi maðurinn stóð á tröppunum án þess að láta fortölur fröken Gurine hafa nein áhrif á sig. Hann sneri hattinum sínum milli handa sér, meðan fröken Haldorsen einbeitti augum sínum að hon- um, sem nú voru orðin alvöknuð. — Ég hef snúið mér til Guðs á þessari nóttu, og móðir mín liefur beðið í mörg ár eftir þessu. Hún verður að fá að vita það nú strax að ég er frelsaður! — Þetta getur maður ekki kallað neina lífs- nauðsyn! 26

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.