Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 25
eínna mesta furðu, fyrst í stað, var, að ég sá ísra- elska hermenn á verði þar sem áður höfðu verið jórdanskir. Þá gagntók það mig ekki síður er ég sá þjóðfána okkar ísraelsmanna blakta við hún á mörgum frægum stöðum í gömlu Jerúsalem. Ég gat ekki ráðið við það að lijarta mitt fagn- aði og söng. Allt þetta sem ég sá, á örstuttri stund, birtist mér sem kröftug undirstrikun á þeirri stað- reynd, að Guð ísraels hafði sannarlega staðið með lýð sínum í þessum átökum og framkvæmt krafta- verk, á líkan hátt og hann hafði gert í gamla daga. Mannfjöldinn fór að dansa á götunum, klapp- aði saman lófunum og söng af fullum hjörtum, vegna þeirra stóru atburða er skeð höfðu. Allir glöddust ákaflega, vegna þeirra sigra er unnir höfðu verið. Ég gekk um Mandelbaum-götu og sá nokkuð sem hreyf mig ákaflega: Þúsundir Jerúsalemhúa höfðu safnazt saman við borgarhliðið og voru að bjóða hermenn Israels velkomna heim úr bardag- anum. Bæði mannfjöldinn og hermennirnir voru svo djúpt snortnir, að tárin streymdu niður andlit þeirra. Nærri má geta hve ég varð gagntekinn er ég sá þessa sjón. Ég sá marga rétttrúnaðar- Gyðinga safnast saman og lesa frá Davíðs sálmum, og tala sín á milli um komu Messíasar. Nú, þegar hin gamla Jerúsalem er aftur komin undir yfirráð ísraels, hefur margt manna í Land- inu helga byrjað að hugsa um Guð er áður hafa ekkert um hann hugsað og gengið fjarri honum. í gær las ég í nýju fréttablaði, sem gefið er út í Jerúsalem, að 32. og 33. kapítuli í spádómsbók Esekíels hafi nú gengið í uppfyllingu fyrir augum manna, um leið og Gyðingar hverfa inn í gömlu Jerúsalem. Margir þeirra segja að þetta sé ef til vill táknið upp á komu Messíasar. Á mörgum stöðum í Jerúsalem hef ég séð tilkynningar um að brátt muni hinir dauðu rísa upp. Yfirlýsingar þessar sem settar eru upp í borginni vöktu margar hugsanir hjá mér, og ennþá fremur eflir að ég hef átt samtal við marga Gyðinga. Hver einasti einn þeirra þakkaði Guði af hrærðu hjarta fyrir það sem hann hafði gert fyrir Israael. í allra augum hér er það hið mesta kraftaverk að ísrael gekk með svo glæsilegan sigur af hólmi á þremur dög- um.... Nú er ég að lagfæra þær litlu skemmdir sem Fingur Guðs í sköpunarverkinu Hinir voldugu kraftar náttúrunnar geta skapað hina fegurstu hluti af aðstæðum, sem við hvorki reiknum með eða liugsum um. Við álítum að margir hlutir séu í sjálfum sér svo hversdagslegir og einfaldir, að vísdómur Guðs og skapandi kraftur hans geti ekki leynzt með þeim. Hvað segjum við t. d. um leir, kol, sand og vatn? Leirinn getur t. d. orðið hvítur og lireinn, liann getur orðið gegnsær og fastur, svo að liann að endingu getur safnað í sig geislum sólarinnar. Hann varpar frá sér hláu geislunum, en tekur til sín aðra. Af leirklumpi, er þú virðir varla viðlits við fætur þér getur orðið geislandi safír. Sandurinn verður bjartari, hreinni og harðari. Að síðustu leggur hann sig í hreinar, réttar sam- hliða línur, sem kasta frá sér bláum, rauðum, græn- um purpuralitum sólargeislum. Sandurinn hefur orðið að skínandi ópal. Kolin gerbreytast einnig. Þau verða skær, gegn- sæ og breytast í hluti sem engir sólargeislar geta unnið á. Um síðir verður hið biksvarla kolastykki að geislandi demanti. Og heyrið nú til! Þannig getur kærleiki Guðs endurfætt og um- breytt föllnum og syndugum manni, gert liann að geislandi eðalsteini í heiðurskórónu Jesú Krists. urðu á skrifstofu minni, og leggja liönd á önnur smáatriði, sem á fjörur mínar hefur komið í sam- bandi við stríðið. Von okkar og bæn, eftir að allt þetta hefur skeð' er, að Guð vilji stórlega blessa starf okkar. Það er bæn okkar að liann megi vekja sína útvöldu þjóð á þessum síðustu dögum og opna hjörtu þeirra svo að þeir megi taka á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum. Vinsamlegast biðjið þið fyrir okkur, og gleymið ekki að biðja Jerúsalem friðar. ..Christ for the nation." 25

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.