Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 27
1 NOTT ttcetur. Hún.þarí að fá fréttina í nótt. — Getur verið, en mamma er búin að bíða nógu lengi. Móðir mín er búin að eiga allt of margar sverniausar nætur. Mamma er búin að gráta nógu lengi. Hún þarf að fá fréttina um hjálpræði mitt! Orð unga mannsins, sem flutt voru með þess- ari einurð og áhuga, sigruðu fröken Gurine Hal- dorsen. Hún réði ekki við það að augu hennar fylltust tárum. Það tók hana ekki nema fimm mínútur að ná sambandi við móður unga mannsins. — Ertu vakandi, mamma! Þú tókst símtólið um leið og ég hringdi! — Já, drengurinn minn, klukkan ellefu vaknaði ég við það að rödd talaði til mín þessum orðum: — Nú frelsaðist Áge. — Þetta kemur nákvæmlega heim, mamma! Nákvæmlega á þeirri stundu beygði ég kné mín á kristilegri samkomu hér í kaupstaðnum. — Mamma, fyrirgefðu mér allt! Mamma reyndu að gleyma öllu! Mamma, ég kem heim eins fljótt og ég get, og þá skulum við bæði biðja til Jesú eins og við gerðum þegar ég var lítill og saklaus drengur! Satt var það sem fröken Gurine hafði sagt, að þetta yrði dýrt símtal. En hún sá það líka að þá peninga greiddi ungi maðurinn með gleðibrosi á andlitinu. Hann þakkaði fröken Haldorsen inni- lega og bætti við: — Símstöðvarstúlkan verður að fyrirgefa mér það ónæði, sem ég hef gert henni. Heilsið einnig liinum símstöðvarstúlkunum, er þér þurftuð að vekja af svefni mín vegna þessa nótt. Ég vona að þið skiljið það allar, að ég gat ekki hugsað til þess að móðir mín lægi einni nótt lengur andvaka mín vegna. Þegar svo að Áge Pettersen gekk niður hina þröngu götu, varð Gurine Haldorsen að taka upp vasaklút. Það var langt síðan að hún hafði grátið eins mikið og hún grét þessa nótt. — Jú, þetta getum við sagt, að sé lífsnauðsyn- legt samtal, sagði hún við sjlfa sig um leið og hún lagði sig útaf á legubekkinn. 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.