Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 29
ÞaS er hvorttveggja, að þjóS okkar er orSin vön því aS heyra ýmislegt, þegar hún, eða að minnsta kosti mikill hluti hennar, vildi heyra fagnaðarer- indið kennt falslaust og hreint, og hitt, að þeir sem vænta uppfræðslu í orði Guðs, skuli varla nokkurn tíma lieyra, hvorki um endurkomu Krists eða hvaða þýðingu heimflutningur Gyðinga í land sitt hefur fyrir kristið fólk. Sannleikurinn er sá, að í Nýja testamentinu er talað um það 318 sinnum að Jesús komi aftur, í fyrsta lagi til þess að sækja hina endurleystu og í öðru lagi til þess að dæma heimsbyggðina. Samt fá þeir sem ef til vill hungra og þyrsta eftir að heyra sannleika Guðs orðs ekki að heyra neitt um það, sem þó skiptir svo afarmiklu máli fvrir allt mannkyn, og hvern einstakling. Skyldi það fara fyrir okkur, eins og fór fyrir Gyðingum við fyrri komu frelsarans? Það var ekki fyrr, en eftir að hann var fæddur, sem menn fóru að spyrja, hvar Messías cetli a'ö fœÖast ? Mun sagan endurtaka sig? Mun endurkoma Krists þurfa að eiga sér stað, áður en fólk spyr í alvöru: Hver voru táknin um endurkomu hans? Það sem hent hefur með Gyðinga nú í sumar, tekur trúað fólk um allan heim, sem lúðurhljóm Guðs, til vakningar og viðbúnaðar, til að mæta Kristi. Ef trúað fólk gerir það ekki, hvers vegna skyldi frelsarinn þá liafa bent á lausn Jerúsalem, sem tákn upp á sína komu? Jesaja spámaður lýsir fyrri komu frelsarans, þegar hann fæddist sem barn. Hann lýsir þjáning- argöngu hans til Golgata og krossdauða hans til endurlausnar mönnunum á svo gagntakandi hátt, að enginn gleymir sem einu sinni les. Hann lýsir endurkomu hans og komu Guðsríkis eins og hann sé nærstaddur áhorfandi. Og heimsmyndinni eins og hún er í dag, sérstaklega í sambandi við þá atburði sem gerðust á þessu sumri fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Israels og Araba, lýsir hann af meiri nákvæmni og dýpri sýn á hlutina, heldur en nokkur fréttamaður heimspressunnar gerði. — Hve satt er það, sem sagt er um Biblíuna, að hún sé eina bók heimsins, sem skrifar veraldarsöguna fyrirfram. Og um leið og Jesaja er að horfa á heimsmynd- ina eins og hún er nú, knýr Andinn hann til þess að hrópa þennan boðskap út: „Snúið yður til mín og láúð frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinn- ar, því að ég er Guð og enginn annar“ (Jes. 45,22). Þegar heimsmyndin er orðin slík sem raun ber vitni, eru þessi orð eins og neyðarhróp Guðs til alls mannkyns: „Snúið yður til mín og Iátið frels- ast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar.“ Þegar Fáll postuli sér sömu heimsmynd fyrir sér í Andanum, segir hann í Rómverjabréfinu 9,27: „Því að Drottinn mun gera upp reikning sinn á jörðunni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi.“ Hvílík sönnun upp á þessi alvar- legu orð urðu ekki úrslitin milli ísrael og Araba á s. 1. sumri! Hver hefði trúað því að Guð þyrfti ekki nema 100 mínútur til þess að breyta þeirri heimsmynd, sem búin er að standa í 2553 ár? Og þó er það eins satt og dagurinn er yfir okkur. Þannig mun almáttugur Guð ljúka við einn reikn- inginn af öðrum „í skyndi“ fyrir augum okkar. Spurningin verður því nærgöngulli en fyrr: Hvað líður tímanum? Boðskapurinn un» synd og náð, iðrun og aftur- hvarf, er jafn gamall mannkyninu. Frá upphafi lil endisins, verður iðrun og afturhvarf eina leiðin, sem Guð hefur gefið mönnunum út úr voðanum. Þennan boðskap hefur hann sent æ ofaní æ: þjóð- um, borgum og einstaklingum. Það var iðrun og afturhvarfsboðskapur sem Guð sendi mannkyninu á dögum Nóa. Hefðu menn- irnir viljað hlýðnast boðskapnum, hefði ekkert Nóaflóð orðið. Sama boðskap sendi Guð fólki sínu gegnum Jeremía spámann, á undan herleið- ingunni. Hefðu þeir trúað boðskapnum, hefði engin herleiðing til Babel átt sér stað. Sama sannleika um iðrun og afturhvarf, sendi Jesús Jerúsalemborg og allri þjóðinni, er hann gekk út og inn á meðal þeirra. Hefðu þeir trúað boðskap hans, hefði Jerúsalemborg ekki verið lögð í eyði sjötíu árum eftir Krist, og þjóðinni tvístrað meðal allra þjóða heims. Síðasta náðarkall verður eins og það fyrsta: „Gjörið iðrun og snúið yður til mín,“ segir Drott- inn. Ég veit, að fjöldinn gerir ekkert með aftur- hvarfsboðskap. Það sýnir saga kristninnar. En Framh. á bls. 37. 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.