Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 33

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 33
Þetta var í fyrsta sinn, sem ég kynntist Jakobs- bréfi 5, 14.—15. Ég vissi heldur ekki um neinn þá, sem á þennan hátt hafði læknazt af sjúkdómi, né heldur hafði ég sjálfur verið viðstaddur slíka helga þjónustu. Faðir minn var að nokkru leyti utan við þetta. Hann átti nóg með sjúkdóminn. Við nefndum þetta við hann, og hann fékk smám saman trú til að framkvæma eftir Jakobsbréfi 5. En fyrir okkur hin var þetta tími mikillar baráttu. Óvissan kvaldi okkur. Erfiðast var þetta eflaust fyrir mömmu, því að hún fann líka til ábyrgðar vegna okkar þriggja unglinganna. Hugsa sér, ef við yrðum nú ekki bænheyrð? Mundi þá ekki trúarlíf okkar bíða hnekki? En nú virtist. það ekki lengur aðalatriðið, að pabbi endilega yrði frískur, heldur að við fylgdum leiðbeiningum Guðs í Jak. 5. Teningnum var kastað, það varð að fara sem fara vildi. Það var undir Guði komið, hvort hann vildi lækna pabba eða taka hann heirn til sín. Við ætluðum a.m.k. að gera eins og Guðs orð bauð. öldungur safnaðarins var látinn vita. Tormod- seter prófastur, presturinn okkar óviðjafnanlegi, sem boðaði fagnaðarerindið framar öllum öðrum prestum Jressa lands (]). e. Noregi). Við ákváðum stað og stund. Ég átti frí á verkstæðinu þennan dag. Það var ekki um það að ræða að fara í vinnu á slíkum degi. Hann var helgastur allra helgidaga í lífi okkar. Frá því snemma um morguninn lá einhver helgiblær i loftinu. Fyrst komu nokkrir af vinunum frá Bænahús- inu. Síðan kom Tormodseler prófastur. Ég man enn, að hann liafði þrennt meðferðis: Biblíu, olíu- flösku og litla bók. Tormodseter las úr henni. í henni voru frásagnir um fólk, sem hafði fram- kvæmt eftir Jakobsbréfi 5, 14—15. Ég tók eftir því, að sumir höfðu læknazt, aðrir ekki. Ég man, að prófas'urinn lagði ríka áherzlu á, að við mætt- um ekki krcfjast þess af Guði, að pabbi yr'ði að verða heilbrigður. Guðs vilji ætti að ske. Ég man líka, að við sungum einn af söngvum Línu Sandell. Þessar mínútur umhverfis rúm pabba munu seint gleymast. Aldrei hef ég fundið Guð svo nálægan. Þegar Tormodseter smurði pabba og bað fyrir honum. var eins og himinninn opnaðist og kæmi niður til okkar í litlu sjúkrastofuna. Og ég veit, að ég hugsaði: „Þó pabbi samt sem áður yrði ekki heilbrigður, þá hef ég nú öðlazt reynszlu, sem er tíu sinnum meira virði.“ Á eftir sagði Tormodseter frá því, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann smyrði sjúkan mann með olíu. Ég furðaði mig á þessu. En ég veit, að Tormodseter síðar í prestsjjjón- ustu sinni gerði þetta oft til mikillar blessunar fyrir sjálfan sig og aðra. Það liðu nokkrir dag- ar. Við höfðum öll fengið innri fullvissu um, að Guð mundi lækna pabba. Erfiðustu baráttunni var lokið. Dagana sem fóru í hönd, fékk pabbi ekki fleiri afturkippi. Hægt og hægt óx styrkur hans, og dag einn fengum við að vita, að pabbi ætti að fara á sjúkrahúsið. Þar átti að rannsaka liann. Við hin sem heirna vorum báðum og biðum. Við börðumst á milli björtustu vona og dýpsta ótta. Hvað mundi rannsóknin leiða í Ijós? Síðari hluta dags, Jregar ég kom gangandi heim af verkstæðinu, þar sem ég vinn, mæti ég kunn- ingja mínum. Hann kastar á mig kveðju og gengur síðan framhjá. En svo stanzar hann að baki mér og fer að tala: „Ætli mér hafi ekki missýnzt?" segir hann. „Var það pabbi þinn, sem ég mætti á götunni áðan? Nei, það getur ekki hafa verið hann,“ bætir liann við. „Hann sem er á sjúkra- húsi.“ „Hvað segir þú?“ hrópaði ég. „Jú, það er áreiðanlega pabbi! Pabbi er kominn heim!“ Og um leið og ég tek til fótanna, sný ég mér við og lirópa: „Jú, víst er það pabbi, því nú hcfur það ské8!“ Hvað nú hafði ske'8, hafði maðurinn auðvitað enga hugmynd um. Þegar ég hleyp heim á leið þennan sumardag, er ekki snefill af efa í huga mér. Maðurinn hafði áreiðanlega séð rétt. Ég vissi, að pabbi var kominn heim alheilbrigður. Þess vegna var ég alls ekkert undrandi, þegar ég reif upo eldhúsdyrnar og pabbi sat við borðið að snæðingi. Pabbi sagði, að snemma um morguninn hefði yfirlæknirinn kallað hann til sín og sagt: „Hvers vegna í ósköpunum eruð þér hér, maður? Þér, sem 33

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.