Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.03.1968, Blaðsíða 22
þangað til Heilagur Andi kom yfir þá, með eömu einkennum og í upphafi. Stundum féll Helagur Andi yfir áheyrendurna meðan verið var að prédika, í miðri guðsþjónustunni. Þannig gerðist er Pétur var í húsi Kornelíusar. Um það segir svo í 10. kafla postulasögunnar: „Meðan Pétur var enn að mæla þessi orð, féll Heilagur Andi yfir alla þá, er Orðið heyrðu, og hinir trúuðu urðu forviða, að gjöf Heilags Anda skyldi einnig vera úthellt yfir heið- ingjana, því að þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð.“ Þannig hertygjaður: Orðinu og Heilögum Anda, stóð söfnuður Krists, er hinar miklu ofsóknir hófust í Jerúsalem gegn honum. Ofsóknirnar byrj- uðu þannig, að ungur maður, fullur af Heilögum Anda, fór að tala af þeirri vizku, sem fátítt var. Um það segir, orðrétt eftir haft, úr 6. kafla Post- ulasögunnar: „Og þeir gátu ekki staðið í gegn vizku þeirri og anda sem hann talaði af.“ Horfið var þá að hinu sama, er gert var gagn- vart meistara hans, Jesú. Þeir leiddu fram Ijúg- votta gegn unga manninum. Því næst var þjón- usta þessa manns innsigluð með blóði hans. Fyrsti píslarvotturinn hafði gefið blóð sitt sem útsæði á akri kristninnar. Síðan segir í næsta versi. „En mikil ofsókn hófst á þeim degi gegn söfnuðinum í Jerúsalem.“ Biblían sýnir að frumkristnin hófst með vold- ugri vakningu, úthellingu Heilags Anda, lækn- ingum og kraftaverkum, og miklum ofsóknum. Erum við reiðubúin að greiða þetta verð, við sem biðjum um vakningu? Eins og byrjunin var, þann- ig trúa margir miklir, núlifandi, skarpir biblíu- trúarmenn, að söfnuðurinn standi aftur við endur- komu Krists, íklæddur sama krafti. Nú þegar sjást ljós merki um þá eftirþráðu trú- arvakningu, sem margir biðja um víðs vegar um heim. Þannig eru nú margir einstaklingar í kirkju- deildum, er alveg hafa verið lokaðar fvrir fyllingu Heilaíjs Anda, að opna augu sín fyrir þessum sannleika. Það er alvara tímanna sem hefur leitt til þess, að margir menn hafa hlutdrægnislaust farið að rannsaka Biblíuna um þessa hluti, og komizt að þeirri niðurstöðu að skírn Andans er ætluð öllu trúuðu fólki á öllum tímum. Nú má lesa það í mörgum erlendum kristilegum blöðum, að þeim fer ört fjölgandi, bæði meðal 22 baptista, lútherskra og kaþólskra manna, sem öðl- ast skírn Andans með tungutali, eins og Ritningin hefur alltaf kennt. Þar sést þess einnig getið, að kennimenn og prestar frá þessum kirkjudeildum fara gjarnan langar leiðir til þess að taka þátt í trúaðramótum, þar sem þeir vita að uppfræðsla og kraftur Heilags Anda er til staðar. Sænskur læknir, dr. Folke Edsmyr skrifaði at- hyglisverða grein í Dagen í Stokkhólmi 24. ágúst síðastliðið sumar, um þetta efni. Ég leyfi mér að taka hér nokkrar línur upp úr greininni: „Sú vakning, segir læknirinn, sem hefur ein- kenni Hvítasunnureynslunna, og sem ber með sér kraft frumkristninnar, er að fara yfir heiminn í dag. Hvernig þessi vakning hefur /þrengt sér inn í háskóla og kirkjudeildir í Bandaríkjunum hin síðari ár, er fyrirboði þess sem verða mun um allan heim, rétt á undan endurkomu Krists. Sú yfirnáttúrlega innlifun sem skírn Heilags Anda gefur, svo og náðargáfurnar sem fylgja í kjölfarið, hefur ekkert að gera með gáfur og menntun manna.“ Doktorinn heldur áfram: „Sá vakningarþytur sem gengið hefur yfir Bandaríkin, hefur nú bvrjað að hreyfa okkar eigið land á mörgum stöðum. fHann meinar Svíþjóð). Það levnir sér ekki,“ segir læknirinn, „að þessi þytur hefur greinilega snert við mörgum tialdsamkomum og kirkium í landinu á þessu sumri, þar sem fjöldi fólks hefur safnazt saman undir Andans fvlltum prédikunum. Þar hefur tilhevrendum verið bent á hina brenn- andi þörf á Heilags Anda fyllingu fyrir allt fólk vakningarinnar.“ Rúmsins vegna get ég ekki tilfært meira úr þess- ari athyglisverðu grein Edsmyrs læknis. En þetta undirstrikar það, sem aðrir Andans fvlltir biblíu- skýrendnr segia. að Guð muni vekja upp fólk sitt og íklæða bað krafti Heilags Anda áður en Drott- inn Jesús kemur. Nauðsvnlegt. er að benda á, að heimsmvndin sem blasir við okkur í dag er mjög brevtt frá því sem hún hefur nokkru sinni áður verið. Þetta segja ekki aðeins trúaðir menn, en engu síður fremstu tækni og vísindamenn, sem nú eru uppi. Hvenær hafa jafn stórkostlegar og ógnvekjandi uppfinn- ingar og tækni verið í höndum jafn margra manna, Framhald á bls. 28.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.