Félagsrit - 01.01.1915, Qupperneq 12
12
og það hefur reynst hjá öðrum ]íjóðum, verndar-arinn
þjóðernisins. Kaupstaða-atvinnuna geta annara þjóða
menn notað hér, eins og dæmin sýna. I flestum kaup-
stöðum landsins hafa útlendingar sett sig niður. Þeir •
flytja með sér sína þjóðhætli og siði, og alt þetta bland-
ast innlenda kaupstaðarfólkinu og þess siðum. Sumt
kann að vera til bóta, en sumt ekki. Islenzku þjóð-
erni er það ekki gróður, hvað sem öðru líður. Er sízt
ástæða til að amast við góðum innflytjendum. En þeir
dreifast síður upp um sveitir. Lifið þar er öðrum kjör-
um háð en þeir hafa vanist. Og landbúnað hér er eng-
in þjóð færari um að stunda en sú, sem skapast hefur
í landinu og hér hefur þolað súrt og sætt í liðug þús-
und ár.
Fari svo, að sveitirnar eyðist, fólkið dragist að kaup-
stöðunum og 1 sjóþorpin til að stunda aðalatvinnu sina
þar og úti á sjónum, er hætt við að hinn íslenzki þjóð-
ernissvipur breytist eða hverfi. Sjómannalíf og verk-
menska í kaupstöðum er hvað öðru svo líkt alsstaðar,
en hvert land skapar þjóð sína mest eftir landbúnaðar-
skilyrðunum. Um stærsta kauptúnið hér (Rvík) hefur
eitt skáldið (E. B.) svo kveðið:
„En þó við flóann byggist borg
með breiða vegi, fögur torg
og gnægð af öllum auð, —
ef þjóðin gleymdi sjálfri sér
og svip þeim týndi er hún ber,
er betra’ að vanta brauð.
Menn segja’ að hér sé hættan mest,
að hérna þróist frónskan verst
og útlend tízka temjist flest
og tungan sé í nauð,“