Félagsrit - 01.01.1915, Blaðsíða 27
27
uð).
T. d. þannig:
sTl.s.
12 8
57
er þýddi:
„Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga, tólfta félag, áttunda deild, fimm-
tugasti og sjöundi maður á deildarskránni“.
Þannig eru t. d. útflutt egg merkt í dönsku félög-
unum. Starfsmenn samvinnufélagsins sjá um, að svo
sé um þau búið, að þau geymist óskemd vissan tíma,
eftir að framleiðandi afhendir ]>au, eða þangað lil kaup-
andi tekur þau til notkunar (á borðið). Komi þá fyrir
fúlegg, og skili hann því aftur innan ákveðins tíma, fær
hann það endurborgað. Merkið sýnir t. d. að það er
frá Jóni á Hóli. sem er 57. maður á skrá þeirrar deild-
ar, sem eggið er frá. og eru dregnar 10 kr. af eggja-
reikningi hans fyrir þetta, sem renna i viðlagasjóð fé-
lagsins. Næst gætir hann sín betur til að forðast þenna
frádrátt og vanza. — Allar vörur, er senda verður í
öðru ástandi, en framleiðandi afhendir þær i, eða er
slegið saman, eru nákvæmlega aðgreindar (sortéraðar),
og flökkaðar eftir gæðum og ástandi, og séð um að
þær líti svo vel út, sem bezt má verða. Kaupendur læra
fljótt að þekkja flokkana, og er þeir reyna, að treysta
má þvi merki, sem á vörunni er, að hún er það sem
hún er sögð, þá er öll tortryggni útilokuð, og viss hezti
markaður fyrir vöruna og hæsta verð eftir gengi hennar
á heimsmarkaðinum. Þessi vörugœðatrygging hefur
hækkað verðið um */4—^/2 frá því er áður var eða ella
væri, og á sumu meira. — Alt þetta kennir mönnum að
æfa þá hugsun í viðskiftum, að vera áreiðanlegir,
sannorðir, hrekklausir, því þessar dygðir færa þeim
auknar tekjur að verðlaunum. Þeir eiga vís, hafa í
hendi sér, verðlaun viðskiftadygða sinna. Og sama verð-
ur reyndin í viðskiftum milli einstakra manna. AHir,