Félagsrit - 01.01.1915, Side 17

Félagsrit - 01.01.1915, Side 17
i? ab jafnaði ekki frá kaupmönnum. Enda hafa þeir átt óhægt með að flokka bændavörur eftir gæðum. Annar ókostur kaupmenskunnar er sá, að )>að er eðli hennar að draga auð úr höndum framleiðenda vör- unnar, draga hann úr höndum fjöldans og safna hon- um í fáar hendur. Þannig skapar kaupmenskan auð- menn fáeina, en fjöldinn, framleiðendur, tapa því sem þessir fáu græða. Og eftir því sem auðsöfn hinna fáu verða meiri, fjölgar venjulega fátæklingum, öreigum, að sama skapi. — Mikið af fátækt olckar stafar af því, að við höfum gert of marga kaupmenn efnaða og nokkra ríka af okkar litlu framleiðslu, og erum enn að gera þetta. 4. Ifvað við liöfum gert. Sé rætt um að ráðast í eitthvert fyrirtæki á landi hér, er venjulega viðkvæðið: Þetta er okkur ofvaxið, við erum svo „fáir, fátækir og smáir“. Þetta höfum við heyrt svo oft, höfum talið okkur trú um það — og trúum þessu hugsunarlaust. En er það þá svo lítið, sem við höfum gert, ef að er gætt? Meðan allar vörur okkar hafa verið í hraklegasta óáliti, fyrir spilling við- skiftahugsunarháttar okkar og vanþekking á flestu, er okkur mætti til hagsbóta verða, og við ))ar á ofan höf- um fengið í eigin hendur að eins nokkurn hluta af verði því, sem vörur okkar hafa selst fyrir á erlendum mark- aði — meðan við höfum átt við slík kjör að búa, höf- um við þó dregið fram lifið og viðhaldið þjöðerninu, eins og það nú er, alið up[» fólkið handa kaupstöðunum og bygt þá, til skamms tíma að öllu leyli, klætt ogfætt 2 L

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.