Félagsrit - 01.01.1915, Blaðsíða 23

Félagsrit - 01.01.1915, Blaðsíða 23
23 I Danmörku hefur samvinnufélagsskapurinn náð einna mestúm þroska, orðið víðtækastur, samanborið við fólksfjölda. Fyrir hann hafa framleiðsluvörur bænda þar náð því áliti, að vera taldar beztu vörur síns kyns sem á heimsmarkaðinn koma, og þess vegna hækkað alt að því um helming, og sumar jafnvel meira, í verði. Þetta hefur stórum aukið velmegun þeirra og alla menn- ing. Þeir eiga nú sjálfir vöruhús þau, er þeir þurfa að nota, hafa eigin ábyrgðarsjóði, banka, og skip í förum til vöruflutninganna; annast sjálfir verzlun sína að öllu leyti, bæði sölu og innkaup. Hagnaðurinn af þessu skiftir tugum miljóna króna á ári fyrir félagsmenn, mið- að við kaupmannaverzlunina. Félagsbændur í Dan- mörku hafa t. d. grætt svo miljónum króna skiftir ár- lega á eggjaverzlun sinni einni. Þeir hafa jafnvel getað afstýrt verkföllum með samvinnufélagsskap sínum. T. d. höfðu skipa-afgreiðslumenn eitt sinn ákveðið að gera verkfall. Þá sendu bændur i samvinnufélögunum vinnu- menn sína (hver deild nokkra, eftir fyrirskipan yfir- stjórnarinnar) á þá hafnarslaði, er félögin helst notuðu til daglegra viðskifta við önnur lönd, er afgreiða skyldu skipin, ef hinir legðu niður vinnu. Þá sáu þeir að þýð- ingarlaust var að gera það; alt gekk sinn gang fyrir því. Þetta kostaði samvinnufélögin nokkra tugi þúsunda; en þau afstýrðu með því tapi, sem annars hefði numið hundruðum þúsunda eða miljónum. Sýndu jafnframt með þessu kraft félagsskaparins, sem ekki þýðir að reyna að buga, ef hann er nógu sterkur og vel stjórnað. — Hvenær komumst við svo langt? Svar: Þegar við fáum opin augu fyrir nytsemi samvinnufélagsskaparins og lærum að vera trúir félagsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Félagsrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.