Félagsrit - 01.01.1915, Page 23

Félagsrit - 01.01.1915, Page 23
23 I Danmörku hefur samvinnufélagsskapurinn náð einna mestúm þroska, orðið víðtækastur, samanborið við fólksfjölda. Fyrir hann hafa framleiðsluvörur bænda þar náð því áliti, að vera taldar beztu vörur síns kyns sem á heimsmarkaðinn koma, og þess vegna hækkað alt að því um helming, og sumar jafnvel meira, í verði. Þetta hefur stórum aukið velmegun þeirra og alla menn- ing. Þeir eiga nú sjálfir vöruhús þau, er þeir þurfa að nota, hafa eigin ábyrgðarsjóði, banka, og skip í förum til vöruflutninganna; annast sjálfir verzlun sína að öllu leyti, bæði sölu og innkaup. Hagnaðurinn af þessu skiftir tugum miljóna króna á ári fyrir félagsmenn, mið- að við kaupmannaverzlunina. Félagsbændur í Dan- mörku hafa t. d. grætt svo miljónum króna skiftir ár- lega á eggjaverzlun sinni einni. Þeir hafa jafnvel getað afstýrt verkföllum með samvinnufélagsskap sínum. T. d. höfðu skipa-afgreiðslumenn eitt sinn ákveðið að gera verkfall. Þá sendu bændur i samvinnufélögunum vinnu- menn sína (hver deild nokkra, eftir fyrirskipan yfir- stjórnarinnar) á þá hafnarslaði, er félögin helst notuðu til daglegra viðskifta við önnur lönd, er afgreiða skyldu skipin, ef hinir legðu niður vinnu. Þá sáu þeir að þýð- ingarlaust var að gera það; alt gekk sinn gang fyrir því. Þetta kostaði samvinnufélögin nokkra tugi þúsunda; en þau afstýrðu með því tapi, sem annars hefði numið hundruðum þúsunda eða miljónum. Sýndu jafnframt með þessu kraft félagsskaparins, sem ekki þýðir að reyna að buga, ef hann er nógu sterkur og vel stjórnað. — Hvenær komumst við svo langt? Svar: Þegar við fáum opin augu fyrir nytsemi samvinnufélagsskaparins og lærum að vera trúir félagsmenn.

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.