Félagsrit - 01.01.1915, Síða 20
Só
um, sem sérstök stétt, er sjálf skapi kjör sín á kostnaft
framleiðenda, þurfa ekki og eiga ekki að vera til. Sú
viðskiftastefna er að ryðja sér til rúms, að framteiðend-
ur reki verzlun sína sjálfir, slái sér saman í ílokka eða
félög, og haldi ráðna menn fyrir ákveðin laun til að
annast verzlunarviðskifti sín, og eru slík samtók nefnd
samvinnufélög. I slíkum félagsskap rennur allur ágóði
af verzlun með vöruna beint til framleiðanda hennar.
Þar er enginn milliliður er taki til sín reikningslaust
meginið af ágóðanum. Fyrir öllum kostnaði við verzl-
unina eru skýrir reikningar færðir, og verzlunareigend-
urnir, framleiðendur vörunnar, geta haft eftirlit með öllu,
er að slíkri verzlun lýtur, eða látá fulltrúa úr sínum
llokki hafa slíkt eftirlit. Viðskiftarekendurnir eru hjú
eða starfsmenn félaganna og standa undir stjórn þeirra.
Það er auðsætt, að þá er slíkur félagska]>ur er kominn
á í þeim Iöndum, sem saman þurfa að skifta, verzla fé-
lögin hvort við annað, hvort um sig selur hinu fram-
leiðsluvörur sínar — og þá eru kaupmenn óþarfir.
Samvinna í viðskiftum, eða sú stefna, er miðar til
þess, að þeir sem framleiða auðinn, eða vinna hann úr
skauti náttúrunnar, njóti í sem fylstum mæli ávaxta iðju
sinnar, og að þeir, sem lifað hafa sem ómagar á fram-
leiðslunni, knýist lil að taka þátt í henni, er nú tekin að
ryðja sér til rúms i nokkrum löndum. En hún á við
ramman reip að draga, því hún á við að stríða skiln-
ingsleysi og skort á samheldni hjá almenningi og megna
mótspyrnu frá kaupmenskunnar fjölmenna liði, eins og
vænta má, því hún er banatilræði við gömlu verzlunar-
stefnuna, kaupmenskuna, og alveg gagnstæð henni.
Vegna þess að kau])inenskan er svo gömul og hel'ur
náð svo miklum völdum í heiminum, ekki síst á síðari