Félagsrit - 01.01.1915, Side 8
8
2. Kaupstaðalíf og sveitalíf.
I kauptúnum, einkum hinum stærri (kaupstöðunum)
er uppeldi æskulýðsins hjá mestum hluta fólksins líkum
kjörum háð eins og sjómaiinastéttarinnar, sem nú var
lýst. Eftir að börnin eru „komin af höndum“ mæðranna,
alast þau að mestu upp í sollinum á götum og stræt-
um. Foreldrar þeirra eru bundin við sín störf, ef vinnu
er að fá, og geta eigi haft gætur á börnunum. Þau
hvarfla út í glauminn þangað sem þeim býðst tilbreyt-
ingin meiri en heima og þykir skemtilegra, og við það
dvelst þeim svo, að oft næst ekki í þau mestan hluta
dags, þó þau einhver vik gætu gert. En tækifæri gef-
ast fá til að venja þau við nytsemdarstörf, er við þeirra
hæfi sé. Á þessu skeiði verður þvi götusollurinn aðal-
lífsskóli þeirra, og hann ekki sem hollastur.
í sveitinni má snemma fara að venja börnin við
ýms smávik til nytsemdar. Og það hefur góð áhrif á
þau að vita, að þau eru til gagns. Á sveitaheimilunum
eru þau auðfundin, er til þarf að taka. Jafnframt og
þau vitkast og þroskast, Iæra þau að umgangast skepn-
urnar og hlynna að þeim á ýmsan hátt. Þau eru not-
uð til að teyma hesta undir heyböggum, „leiða á völl“,
víkja kúm í haga, hjálpa til við gegningar, vera með i
hjásetum og smalamensku, verja tún og engi, sækja og
flytja hross, snúa heyi, hjálpa til að reita illgresi úr
matjurtagörðum o. s. frv. Um 10—12 ára aldurinn er
oft farið að láta börn slá og raka þegar tími vinst til
frá snúningunum*).
*) Sumurið sem eg varð 5 ára var eg daglega látinn reka
kýrnar, og var pað þó í lengra lagi; 7 — 10 áru var eg í hjásebi
með öðrum eldrj, 9 ára vqkfi eg yfir túni á nóttum uð vorinu.