Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 7

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 7
andi í ósköpum þessum scm öðru, er fram við oss kemur, þótt vér skiljum slíkt ekki á voru takmarkaða þroskastigi. Vér efumst ekki um, að knýjandi nauðsyn hefur látið ofsaveður þetta á dynja. Slíks fellibyls og þrumuveðurs ]>urfti til ]>ess að hreinsa vort andlega andrúmsloft. Og ef lil vill þarf meira til að hreinsa það til hlítar, en enn þá er fram komið. Sennilega miklu meira. Nú er dómsdagur haldinn yfir öfugsnúinni menningu mannkynsins. Dómsorðið er upp kveðið: áfellisdómurinn yfir efnishyggjunni, sem hrundið hefur fyrst og fremst stríðinu af stað, — gróðafíkn til fjár og landa, er vakið hefur þetta verzlunar- og viöskifta- slrið, — ofurkappi svonefndra stjórnmálaskörunga, er ginnt hafa og æst ábyrgðarlaus stjórnarvöld, metoröagjarna berforingja og hugsunarsljóva þegna til þess að ganga á þelta geigvæna bál. Vel má vera, að komandi kynslóðum verði það unt, en vorri öld ekki, að átta sig til hlitar á réit- mæti þessa áfellisdóms. Enn er margt sem glepur sýn, óbifandi efnishyggjutrú er mörgum nútíðar- mönnum rnnnin svo í mcrg og blóð, að »sjáandi sjá þeir eigi og heyrandi heyra þeir eigi né skilja«. En þó bendir margt á, að andlegir, göfgandi lífsstraumar séu að brjótast fram í flaumi yfir

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.