Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Qupperneq 28
unnið yður tjón, nema því að eins að þér hafið sjálfir
smiðað þeim vopnin í liendur með breytni yðar. Ef þér
viljið þekkja Krist, er hann kemur, þá tignið anda Ivrists og
eð)i. Temjið yður að taka móðgunum með fyrirgefningu,
ásökunum með þögn og þolinmæði; forðist alla reiði og
gjaldið ekki ilt með illu, heldur með góðu. Og ef yður
auðnast að innræta yður þetta Krists-hugarfar og temja
yður þessa Krists-breytni, þá munu augu yðar ekki verða
svo haldin, er hann kemur, að þér þekkið hann ekki. Því
þótt Krists-hugarfar yðar sé ófullkomið, en hans fullkomið,
þá mun það þó fá gert yður fært að horfa gegn hinum
guðdómlega ljóma, sem fær þá lýsl yður, en að öðrum
kosti mundi blinda yður.
Ef þér þráið að þekkja Krist, er bann kemur, þá reynið
að glæða hjá yður, ekki að eins mildi og biðlund, heldur
alla þá eiginleika, sem yður eru nauðsynlegir til þess að
geta lifað í sannleika andlegu lífi. Þér þurfið að glæða hjá
yður ástúð gagnvart öllu, sem þér mætið á lífsleiðinni, hvort
sem það er ógeðfelt eða aðlaðandi. Þér þurfið og að hafa
þá þolinmæði til brunns að bera, sem eykst við það að
mæta erfiðleikum þeim, sem rísa af fávizku og skilnings-
skorti annara manna. Og nærgætni yðar verður að vera
hvað mest gagnvart hinum breyzku og þeim, sem fráfæl-
ast yður.
Ef þér þráið að þekkja bann, er hann kemur, þá reynið
nú þegar að venja yður af þvi að skima sí og æ eftir göll-
um hjá þvi, sem er gott og göfugt. Þeir menn eru til, sem
leila fyrst og fremst að blettunum á sólinni, er þeir athuga
hana. Og það er sagt að engin hetja sé helja í augum her-
bergisþjónsins. En hvers vegna? Það er ekki af því að
hetjan sé ekki hetja, heldur vegna hins, að þjónninn kann
2(i