Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 44

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 44
von er það, sem gefnr nú þegar í mínum augum þessu liúsi alt annan blæ en öllum öðrum húsum. Guð gefi þeirri von sigur. Við gleðjumsl innilega yfir liúsinu okkar, og biðjum þess af öllu hjarta, að meistarinn, mannkynsfræðarinn, vilji blessa það og gera það að sínu musteri; en við megum ekki gleyma því, að það er ekki síður nauðsynlegt, að við, hvert og eitt, bú- um lionum musteri í okkar eigin hjörtum. Við, sem gengið höfum í félagið: »Stjarnan í auslri«, höfum tekið að okkur að búa heiminn undir komu hans, mannkynsfræðarans. Sá undir- búningur hefur, eins og eðlilegt er, margar hliðar. Fyrst og fremst verðum við auðvitað að boða heiminum, að meistarans sé von, en það er þó ekki nema einn þátturinn af sfarfi okkar. Ymsir hafa lagt fyrir mig þessa spurningu: »Hvernig ætlið þið að þekkja mannkynsfræðarann?« Sú spurning er ekki ásiæðu- laus. Gyðingar væntu Krists; þeir voru að því leyti viðhúnir að taka á móti lionum, og þó voru það svo fáir meðal þeirra, sem þektu hann þegar hann kom. í stað þess að fylkja sér undir merki lians, risu flestir gegn honum og ofsóltu hann, ekki af því að þeir hefðu ekki vænst komu hans, heldur af því að þeir höfðu hugsað sér hann alt öðru vísi. Þegar hann vildi ekki ganga þann veg, sem þeir höfðu ætlað lionum, þá varð hann þeim falsspámaður. Við sjáum því á dæmi Gyðinganna, að það er ekki síður áríðandi að geta þekt meistarann þegar hann kemur, en að vita að hans er von. Við höldum ef til vill að liann verði auðþektur á framkomu sinni, kenningum og verkum. Ekkert af þessu nægði þó til þess að Gyðingar þektu Iírist; þeir báru honum jafnvel á brýn, að hann gerði kraftaverk sín með að- stoð Belsebubs; svo fjarri voru þeir því að geta skilið liann. Jafnvel Jóhannes skírari, sem í það skifti hafði með höndum 42

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.