Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 45

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 45
undirbúninginn undir komu meistarans, þekti liann ekki belur en svo, að guðspjallasagan segir að hann liafi sent lil Krists úr fangelsinu þegar meistarinn var bj'rjaður að kenna og látið spyrja hann: »Ert þú sá sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?« Og þegar svo andlega skygn maður sem Jó- hannes skírari var gat efast, hvers er þá að vænta af okkur, miðlungsmönnunum? Hugsum okkur nú eitt augnablik, að við, sem höfum viljað greiða meistaranum veg hér á jörðunni, þekkjum hann ekki þegar liann kemur. Við hljótum öll að játa, að þelta gæti vel ált sér stað, og það er svo alvarlegt umliugsunarefni, að ég liygg að við hefðum öll golt af því að leggja þessa spurningu fyrir okkur daglega: »Hvað get ég gert, svo ég verði fær um að þekkja meistarann?« Fyrir mitt leyli er ég sannfærð um, að lil þess er að eins einn vegur, sá sem ég nefndi áðan, að búa Kristi musteri í okkar eigin hjörtum. Við erum með öllu ófær til þess að dæma um það, sem finnur ekki neitt bergmál í okkur sjálfum. Hver sá maður, sem hefur engan listasmekk, sér ekki annað við hið fegursta málverk en léreft og klessur af öllum litum; hinir dýrðleguslu tónar fara fram hjá þeim sem hefur ekkert söngeyra; þeir snerta ekki tilfinningar lians; þannig getum við ekki heldur skynjað né skilið Krist, mann- kynsfræðarann, nema með samsvarandi eðli sjálfra okkar, Krist'seðlinu, sem liggur falið í hverjum einasla manni. Til- gangurinn með komu mannkynsfræðarans er einmitt sá, að vekja og þroska þelta eðli lijá öllum mönnum, og við, sem vonum að fá að vinna með lionum og fyrir hann, ættum því með ráðnum huga að beina krafti okkar að þessu mikilvæga undirbúningsstarfi hjá sjálfum okkur; því það eitt er víst, að eftir því sem okkur hefur orðið meira ágengt á þessu sviði, eftir því verðum við betri liðsmenn meistarans þegar hann kemur. 43

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.