Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 57

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 57
það fyllilega í skyn, að Kristur mundi ekki hafa þurft að deyja píslarvœttisdauða, ef þessarar aldar höfðingjar, sem hann kallar, liefðu þekt speki hinna fullkomnu. En jafnvel þótt Páll postuli fari ekki frekar út í þá sálma, í hverju hún liafi verið fólgin, þessi speki, sem hann kendi meðal hinna fullkomnu, þá eru þessi ummæli hans eigi að siður all-eftirtektarverð. Því að bæði er nú það, að hann minnist hér á speki, sem kemur hvergi skýlaust fram í grundvallarritum kristindómsins, og svo líka hitt, að hann nefnir hér flokk manna, sem hann hefur auðsjáanlega eillhvað saman við að sælda. Og það er ekki á því að villast, að hann hefir meira álit á þeim en á hinum »holdlegu« Korintumönnum, sem voru ekki neina »börn í Kristi«, þ. e. illa kristnir. Nafnið á flokk þessum minnir einnig á dulspekisbræðralag eilt á Gyðingalandi, er nefndust Essear. Það er sagt að öll dulspeliisfræðsla og fyrirkomulag hjá þeim hafi verið með líku sniði og því er líðkaðist með Pýþagóras- bræðralaginu. Essearnir greindust í þrjá flokka, er nefndust tuj- sueinar (neofytar), brœður og hinir fuUkonmn. Annars bera frásagnir guðspjallanna það með sér, að sjálfur meistarinn hefur ekki veitt öllum þeim, sem »bnigu að honum og hlýddu á hann« eina og sömu fræðslu fremur en aðrir trúarbragðahöfundar. Það var því ekki nema eðlilegt, að læri- sveinar lians hefðu hið sama fyrirkomulag á fræðslu sinni. Hann gerði auðsjáanlega mikinn mun á lærisveinum sínum og »hinum út í frá«. »Yður er«, segir hann við þá, »unt að skilja leyndardóma guðs ríkis, hinum út í frá verður alt að kenna í dæmisögum« (Mark. 4, 11). Hann fór auðsjáanlega eftir því við hverja hann átti, að sinu leyti eins og fyrirrennarar lians höfðu gert. Því að »í mörgum ... líkingum flutti hann þeim orðið eins og bezt átti við skilning þeirra«, segir guðspjalla- inaðurinn Markús, og hann bætir við: »Án líkinga kendi hann

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.