Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 81

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 81
Ég sá þegar að ég gal ekki leynst, enda sá ég að þelta var friðsamur ferðamaður, en enginn ræningi. Eg gaf mig því fram og kastaði á hann kveðju. Hann tók vingjarnlega kveðju minni og bauð mér þegar að setjast hjá sér. Eg hef aldrei, hvorki fyr né síðar, séð eins einkennilegan niann. Hann var á að gizka á íimtugs aldri. Halt sinn liafði hann tekið ofan og lagt þar hjá sér. Ennið var hált og mikið, nefið stórt og bogið, augnabrýrnar hognar og kolsvartar, en vangar hans og niðurandlit var hulið kolsvörtu skeggi, er náði honum alt niður til beltisstaðar. Hárið var svart og hrokkið og liðaðist í lokkum á lierðar niður. Augun dökk og svo djúp, eins og heill heimur fælisl á þak við þau; en þann heim virt- ist mér sem fáum nnindi fært að kanna til fulls. Hann virtist meðalmaður á hæð og nokkuð lotinn í herðum. Hann var þokkalega lil fara, fötin voru hreinleg og virtust dökkleit í ljósbirtunni, en þó voru þau ekki svört. En livernig þau voru lit gat ég ekki séð; en þau voru með ókennilegu sniði, sem ég hafði aldrei séð áður. Stóra skó járnslegna liafði hann á fót- um. Allur var maðurinn hinn fyrirmannlegasli, og bauð af sér hinn bezta þokka. Yfirbragð hans var alt blíðlegt og góðmann- legt; en svo alvarlegt, að ég hafði aldrei séð aðra eins alvöru í nokkru mannsandliti. Og eigi að eins í andlitinu, lieldur yfir honum öllum. Það var eins og hann væri alvaran sjálf, klædd holdi og hörundi. En samt stóð mér enginn stuggur af lionum. Síður en svo, heldur var eins og ég hefði beyg af honum. Hann leysti nú upp poka sinn og lók upp nesti sitt. Það var brauð, ostur og nokkur suðræn aldini. Hann sá að ég hafði ekkert meðferðis og bauð mér því að horða með sér, og þáði ég það með þökkum. Þegar við höfðum malast, tók hann vínfiösku og bikar upp úr poka sínum, helti á bikarinn og hauð mér. Ég drakk bikarinn í botn; það var suðrænt vín og 79

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.