Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 86

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 86
»Ég varð frávita af skelfingu. Mér fansl — nei, ég fann að augu lians liorfðu á mig, nei, í gegnum mig horfðu þau. Og mér lieyrðist hann segja: »Þú skalt ganga út um allan heim, og bera sannleikanum vitni, þangað til ég kem aftur.« Og ég lagði á flólta, ósljórnlegan ílótta, en hvernig sem ég hljóp, ómuðu þau fyrir eyrum mér, þessi orð. Og ég átlaði mig ekki fyr en seint um kvöldið, að ég kannaðist við mig úti fyrir húsdyrum mínum. Ég var svo örmagna af þreytu og hugarvili, að ég sofnaði þegar og svaf til morguns. En er ég var kominn á fælur, hafði ég enga eirð. Eg reyndi að taka til vinnu minnar, en ég tók öfugum tökum á öllu, eins og maður sem ekkert kann. Ég hafði enga ró eða næði. Svona var ég eirðar- laus allan daginn. Ég varð andvaka alla nóltina. Eg fór á fætur fyrir dag. Orðin sannleikskonungsins ómuðu all af fyrir eyrum mér. Ég gekk í ráðleysu norður fyrir borgina. Þegar ég kom norður hjá Golgata, rann sólin upp. Blóðugl krosstré gnæfði þar upp við sólarbirtuna. Það var eins og það slingi í augu mér. Eg hélt áfram. All í einu sá ég mann koma á móli mér, liann var í skínandi hvílum klæðum, og sveif áfram eins og hann kæmi ekki við jörðina. Ég þekti hann, það var sann- leikskonungurinn. Hann stefndi beint á mig. Andlit hans ljóm- aði af óendanlegri blíðu og djúpri alvöru. Eg starði á hann — stóð agndofa af skelfingu og gat hvorki hrært legg né lið. En liann gekk að mér, sluddi hægri vísifingrinum á enni mér og sagði í Iágum, undurþýðum rómi: »Þú slcalt ganga um allan heiminn og bera sannleikanum vitni, þangað til ég kem aftur.« Hann stanzaði nú enn liið þriðja sinn og stundi við, og var eins og skógurinn allur tæki undir við slunu hans. Svitinn hnappaðist í dropum um enni hans. Hann þurkaði af sér

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.