Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 13
IÐUNN] Rakel. 251 að hún skyldi sofa. Hún brosti; lienni leið vel; það var eins og verkurinn hyrfi snöggvast. »Kæra, kæra þökk«, sagði hún og greip um hönd hans og lagði hana undir vanga sinn. »Ekkert að þakka, ekkert að þakka, nú eigið þér að fara að sofa, og munið að liggja kyr. Góða nótt, Kakel mín«. Svo gekk hann út úr stofunni. Rétt á eftir fékk liún óþolandi verki, hljóðaði og !bað fyrir sér. Ungur læknir koin inn og spýlti ein- hverju inn í liandlegginn á henni. Rétt á eftir hvarf verkurinn. Hún sofnaði; nei, hún svaf ekki, hún var vakandi, €n hafði enga verki. Stofan varð Ijómandi björt, birtan jókst, varð að dýrðlegu ljóshafi og mitt í Ijóshafinu stóð læknirinn hennar í skínandi klæðum; liann hrosti svo undur-góðmannlega, gekk að rúminu hennar, lyfti ábreiðunum, tók hana i fang sér og bar hana burt. Snemma næsla morgun kom Salómon á spítalann. Hann hitti ungan lækni úti á ganginum og leit til hans spui-ningar augum. »Skurðurinn tókst vel, en stúlkan dó í nótt. Lungun voru eyðilögð«. Hann flýtli sér inn á næstu stofu. Salómon stóð agndofa og horfði á eftir lionum. Var það Rakel, sem hann átti við? Var það Rakel, sem var dáin? Var hann búinn að missa aleigu sína? Honum varð eitthvað svo þungt um andardráttinn. Rakel var hress og glaðleg, þegar hann sá hana sið- ast» og nú var hún dáin! Hann langaði til að sjá hana, en treysti sér ekki til þess, læddist hljóðlega ut og ráfaði langt út á nes; hann varð að reyna að alta sig, átta sig á því að eiga enga Rakel.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.