Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 20
258 Porleifur H. Bjarnason: [ IÐUN'N ráðherra Rússa smiðshöggið á bandalagið með sátt- mála, er gerður var á öndverðu ári 1894. Aftur á móti var keisari og ráðuneyti hans heppn- ara í viðskiftum sínum við Breta. Með samningi, dags. 1. júlí 1890, er kendur heíir verið við Helgo- land, var deilum þeim, sem Bretar og Þjóðverjar höfðu átt í nokkra hríð út af takmörkum nokkurra þýzkra landeigna í Austurafríku, ráðið til lykta. Samkvæmt samningi þessum létu Bretar af hendi við Þjóðverja eyjuna Helgoland, sein lotið hafði Bret- landi síðan 1814, en fengu aflur á móti Vitu og Sansibar. Sumir Bretar mikluðust allmjög af sátt- málanum; þjóðkunn eru meðal.annars orð Stanley’s, landkannarans mikla: »I5að er að fá alklæðnað fyrir einn buxnahnapp«. Og Salisbury lávarður, sem gerði samninginn af hálfu Breta og var mikill vin Þjóð- verja taldi, að nú væri tekið fyrir all missætli milli þessara stórvelda, þar sem þeim bæri ekkert lengur í milli. Blöð Bismarcks létu á liinn bóginn lílið yfir skiftunum og héldu því fram, að svo framarlega sem ófrið bæri að þöndum, mundi Þjóðverjar hafa mestan hag af því, að eitthvert hlutlaust ríki ætti eyjuna, því að það væri örðugt og afarkostnaðarsamt að víg- girða hana. Sennilega mundu Bretar nú vilja gefa mikið til, að skifti þau hefði aldrei átt sér slað, því að án Helgolands væri hin mikla aukning þýzka Hot- ans og öflugu sjóvarnir lítt hugsanlegar. Áhugi keisara hefir einkum beinzt að því, að auka nýlendur ríkisins og koma upp öflugum herskipaflota, er á sinum tfma kæmi aðalstjórn- málahugsjón hans í framkvæmd, að gera Þýzka- land að heimsveldi. Þessi mikla »konungshug- sjón« hans á rót sina að rekja til heimsveldisstefnu annara stórvelda, einkum Rússlands og Bretlands hins mikla, metnaðar keisara og síðast en ekki sízt til hinnar afarmiklu fólksfjölgunar og frábæru fram-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.