Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 22
260 Þorleifur H. Bjarnason: [ IÐUNX hefir tekið á síðari árum, hefir komið þjóðinni að ómetanlegu gagni í heimsstyrjöldinni miklu. Ef litið er til verzlunar Þýzkalands, þá hafa við- skiftin við útlönd aukist afarmikið síðustu áratugi. Árið 1880 námu útflutlar þýzkar vörur 2,95, en 1899 4,37 miljörðum marka; á sama timabili óx andvirði aðfiuttra afurða og varnings frá 2,86 til 5,78 miljarða marka. 1910 voru útflultar og aðfluttar vörur um 161/* miljarða virði: aðflutlar 9 miljarðar, útfluttar um 7x/2. En 1913 var verð útfluttrar og aðfluttrar vöru í Þýzkalandi orðið 22,5 miljarðar. Til saman- burðar við verzlun Breta má geta þess, að hagfræð- ingum telst svo til, að á tímabilinu 1882 til 1910 haii verzlun Breta aukisl um 60%, en Þjóðverja um 137% eða meir en um helming. Árið 1912 var verzl- unarflotinn þýzki um 1900 gufuskip (samtals rúmar 21/2 miljón smálestir) og rúm 2400 seglskip (til sam- ans um 400,000 smálestir). Þó að verzlunarfloti Þjóð- verja sé talinn annar stærstur í lieimi, stendur hann þó bæði að skipafjölda og smálestatali langt að baki verzlunarílota Breta, er taldist þá vera 10,000 gufu- skip (er báru til samans alt að 12 miljónir smálesta) og rúm 8000 seglskip (samtals 1 miljón smálesta). Frá 1891 til 1911 telst þýzki verzlunarflotinn hafa aukist um 104%. Á sumum sviðum iðnaðar hafa framfarirnar verið risavaxnar, má þar til telja tilbúning ýmissa lita og lyfja og allskonar rafmagnsiðnað. Frá 1900 til 1913 jókst stálgerð á Þýzkalandi frá 6^/a til 19 miljóna smálesta, á Bretlandi jókst hún á sama tíma að eins úr 5 upp í 7^2 miljón. Árið 1870 námu kol, er Þjóðverjar unnu, ekki nema 30°/o af kolum þeim, er unnin voru á Bretlandi, en 1909 voru í námum á Þýzkalandi unnin svo mikil kol, að þau teljast hafa numið 80°/° af kolum þeim, er voru unnin á Bret- landi það ár.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.